Smári segir ásakanir um ósannsögli byggðar á misskilningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. október 2016 18:30 Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðifræðinámi sínu hann hafi lokið. Smári er sakaður um að hafa farið rangt með upplýsingar um menntun sína á samskiptamiðlinum Linked-In en draga má þá ályktun í ferilskrá hans að hann hafi lokið BS-gráðu í stærðfræði en hann lauk aldrei náminu. Í titlinum var hann hins vegar sagður stærðfræðinemi. „Það stendur efst á síðunni, sem ég reyndi að loka fyrir nokkrum árum að ég hafi verið nemi í stærðfræði. Ég hef sennilega sett þetta inn, náttúrulega Linkded-in er mjög leiðinlega úfullkomið að mörgu leyti. Ég hef sennilega sett inn áætlaðan tíma sem ég ætlaði að vera í námi. Svo úreldist það. Í rauninni er ég ekki halda neinu fram þarna eða það var allavega ekki ætlunin.“ Hinn 1. júlí á þessu ári birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem segir að Smári McCarthy stærðfræðingur og vefhönnuður bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Svona fréttir eiga yfirleitt rætur í tilkynningum frá flokkum og frambjóðendunum sjálfum. En ekki liggur fyrir hvers vegna hann var titlaður með þessum hætti í Morgunblaðinu. Smári segist ekki vita hvað hann hafi klárað mikið í þessu námi. „Ég er ekki með einingarnar alveg á hreinu. Ég veit að ég var búinn með ágætlega mikið af einingum. En það voru ákveðnir kjarnakúrsar í stærðfræðináminu sem ég var ekki búinn að klára.“Færsla úr ferilskrá Smára McCarthy af Llinked-in.En á samfélagsmiðlum fullyrti Smári að hann hefði átt lítið eftir af náminu. „ég átti ekki mikið eftir,“ sagði hann. Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði og frambjóðandi Viðreisnar hefur furðað sig á þessu en hún segir að Smári hafi aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina í náminu.Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði furðaði sig á því hvers vegna Smári hefði sagt að hann ætti lítið eftir af náminu.Sigrún Helga sagði við Smára: „Smári, hvernig getur þú sagt að þú hafir átt lítið eftir til að klára stærðfræði? Ég veit ekki betur en að þú hafir aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina. Hins vegar varstu mjög duglegur að bulla um stærðfræði á Wikipedia, þrátt fyrir að hafa kolfallið í þeim kúrsum sem viðkomandi efni fjallaði um. Afraksturinn var ranghugmyndir hjá nemendum og fyrir vikið hafa ófáir stærðfræðikennarar blótað þér í sand og ösku, eins og þú veist af.“Sigrún Helga Lund segir að þú hafir verið að bulla um stærðfræði á Wikipedia þrátt fyrir að hafa fallið í umræddum kúrsum. Varstu að tjá þig um stærðfræðikúrsa eftir að þú hafðir fallið í þeim? „Ég veit það ekki. Nei, sennilega ekki af því ég skrifaði þetta upp eftir kúrsum meðan ég var í kúrsunum.“ Smári segir að sér þyki leitt ef þetta hafi valdið vandræðum hjá nemendum í stærðfræði. „Ef ég hef skapað einhvern mikinn rugling þá biðst ég afsökunar á því. Það var alls ekki tilgangurinn.“ Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðifræðinámi sínu hann hafi lokið. Smári er sakaður um að hafa farið rangt með upplýsingar um menntun sína á samskiptamiðlinum Linked-In en draga má þá ályktun í ferilskrá hans að hann hafi lokið BS-gráðu í stærðfræði en hann lauk aldrei náminu. Í titlinum var hann hins vegar sagður stærðfræðinemi. „Það stendur efst á síðunni, sem ég reyndi að loka fyrir nokkrum árum að ég hafi verið nemi í stærðfræði. Ég hef sennilega sett þetta inn, náttúrulega Linkded-in er mjög leiðinlega úfullkomið að mörgu leyti. Ég hef sennilega sett inn áætlaðan tíma sem ég ætlaði að vera í námi. Svo úreldist það. Í rauninni er ég ekki halda neinu fram þarna eða það var allavega ekki ætlunin.“ Hinn 1. júlí á þessu ári birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem segir að Smári McCarthy stærðfræðingur og vefhönnuður bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Svona fréttir eiga yfirleitt rætur í tilkynningum frá flokkum og frambjóðendunum sjálfum. En ekki liggur fyrir hvers vegna hann var titlaður með þessum hætti í Morgunblaðinu. Smári segist ekki vita hvað hann hafi klárað mikið í þessu námi. „Ég er ekki með einingarnar alveg á hreinu. Ég veit að ég var búinn með ágætlega mikið af einingum. En það voru ákveðnir kjarnakúrsar í stærðfræðináminu sem ég var ekki búinn að klára.“Færsla úr ferilskrá Smára McCarthy af Llinked-in.En á samfélagsmiðlum fullyrti Smári að hann hefði átt lítið eftir af náminu. „ég átti ekki mikið eftir,“ sagði hann. Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði og frambjóðandi Viðreisnar hefur furðað sig á þessu en hún segir að Smári hafi aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina í náminu.Sigrún Helga Lund dósent og doktor í tölfræði furðaði sig á því hvers vegna Smári hefði sagt að hann ætti lítið eftir af náminu.Sigrún Helga sagði við Smára: „Smári, hvernig getur þú sagt að þú hafir átt lítið eftir til að klára stærðfræði? Ég veit ekki betur en að þú hafir aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina. Hins vegar varstu mjög duglegur að bulla um stærðfræði á Wikipedia, þrátt fyrir að hafa kolfallið í þeim kúrsum sem viðkomandi efni fjallaði um. Afraksturinn var ranghugmyndir hjá nemendum og fyrir vikið hafa ófáir stærðfræðikennarar blótað þér í sand og ösku, eins og þú veist af.“Sigrún Helga Lund segir að þú hafir verið að bulla um stærðfræði á Wikipedia þrátt fyrir að hafa fallið í umræddum kúrsum. Varstu að tjá þig um stærðfræðikúrsa eftir að þú hafðir fallið í þeim? „Ég veit það ekki. Nei, sennilega ekki af því ég skrifaði þetta upp eftir kúrsum meðan ég var í kúrsunum.“ Smári segir að sér þyki leitt ef þetta hafi valdið vandræðum hjá nemendum í stærðfræði. „Ef ég hef skapað einhvern mikinn rugling þá biðst ég afsökunar á því. Það var alls ekki tilgangurinn.“
Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira