Axel Stefánsson hefur valið aðstoðarmann sinn sem mun stýra íslenska landsliðinu í handbolta kvenna næstu árin.
Aðstoðarmaðurinn er Akureyringurinn, Jónatan Magnússon, en Jónatan tók í sumar við kvennaliði KA/Þórs eftir að hafa dvalið í Noregi að þjálfa undanfarin ár.
Það verða því tveir norðanmenn sem munu stýra íslenska landsliðinu í handbolta í næstu undankeppni, en Morgunblaðið greinir frá þessu.
Jónatan hefur leikið erlendis með Saint Raphael og Kristiansund, en hann þjálfaði Kristiansund einnig.
