Erlent

Hlutar Schiphol flugvallar rýmdir vegna mögulegrar sprengjuhættu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vopnaðir lögreglumenn standa nú vaktina fyrir framan flugstöðina.
Vopnaðir lögreglumenn standa nú vaktina fyrir framan flugstöðina. vísir/epa
Hlutar Schiphol-flugvallar í Amsterdam um klukkan tíu að staðartíma í kvöld eftir að tilkynning barst um dularfullan pakka á vellinum. Þungvopnaðir lögreglumenn réðust inn í flugstöðina og var einn maður handtekinn.

Lögregla notar sprengjuleitarvélmenni til að kanna böggulinn og innihald hans. Þá herma heimildir að leit standi yfir að fleiri mögulegum sprengjum á strætóbiðstöð skammt frá flugvellinum.

Engar tafir hafa orðið á flugferðum til eða frá vellinum vegna málsins en einhverjar tafir hafa orðið á afhendingu á farangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×