Innlent

Erfiðast að horfa á maka sinn hverfa

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem hefur ákveðið að hætta í meðferðum við heilakrabbameini finnst særandi þegar fólk talar um að þau séu hætt að berjast fyrir lífi hans. Þau standi frammi fyrir erfiðu vali sem þau óska engum að standa frammi fyrir. Meðferðirnar hafi verið átakanlegar og nú sé sjúkdómurinn á lokastigi.

Kristján eða Kiddi eins og hann er kallaður, greindist með heilaæxli árið 2006. Hann hefur barist við sjúkdóminn í nærri tíu ár og farið í nokkrar lyfjameðferðir og í 30 skipta geislameðferð. Hjónin eiga saman þrjú börn, 13 ára, 8 ára og 3 ára, og hefur ferlið reynst öllum erfitt, enda langt og strangt.

Kristinn tók þá ákvörðun með lækni sínum og nánastu fjölskyldu í sumar að hann myndi ekki fara í fleiri meðferðir.

Henni og Kidda finnist mikilvægast að eiga góðar minningar saman þá mánuði sem Kiddi á eftir. 

Hægt er að sjá viðtal við Kristínu í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan má svo sjá ítarlegri umfjöllun um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×