Fjárfest í betri framtíð Oddur Sturluson skrifar 5. október 2016 10:00 Orkukerfi sem byggja á samþættingu og nýtingu umhverfisvænna orkugjafa hafa fengið aukinn byr í seglin á síðastliðnum árum. Í fyrra var sett met í hnattrænum fjárfestingum í nýtingu á endurnýjanlegri og hreinni orku – tæplega 30 billjónir íslenskra króna sem samsvarar rúmlega fimmtánfaldri vergri þjóðarframleiðslu Íslands. Heildarfjárfestingar hafa því fjórfaldast síðan 2004. Það vekur sérstaka athygli að nýiðnvædd ríki juku fjárfestingar í umhverfisvænum orkugjöfum um 19%, þrátt fyrir verðfall á hráolíu og kolum sem ætti að hafa verndað samkeppnisstöðu jarðefnaeldsneytis. Jafnvel Kína, sem hefur fengið mikla gagnrýni á síðustu árum vegna mengunar, jók sínar fjárfestingar um 17%. Sögulegur árangur náðist á COP 21 ráðstefnunni í París í desember síðastliðnum, bæði í vitundarvakningu þjóða og alþjóðlegu samstarfi með aukinni áherslu á endurnýjanlega orkugjafa, samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og orkuöryggi. Draumurinn um sjálfbæran, hnattrænan efnahag sem keyrist áfram á grænni orku hefur aldrei verið raunsærri. Slík bylting gerist þó ekki af sjálfu sér og byggist á óþrjótandi vinnu ráðamanna, vísindamanna og frumkvöðla. Startup Energy Reykjavik er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Arion banka, GEORG og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Um framkvæmd verkefnisins sjá Icelandic Startups og Íslenski jarðvarmaklasinn. Markmið verkefnisins er að efla og styðja við íslenska frumkvöðla og sprotafyrirtæki sem starfa í orkutengdum greinum. Startup Energy Reykjavik er viðskiptahraðall (e. business-accelerator) þar sem sjö sprotafyrirtæki fá aðgang að ríflega 60 sérfræðingum í íslensku atvinnulífi. Um er að ræða þaulreynda einstaklinga sem veita þátttakendum ráð og endurgjöf og opna jafnvel á tengslanet sitt í þeim tilgangi að koma viðskiptahugmynd þeirra eins langt og mögulegt er á þeim tíu vikum sem verkefnið stendur yfir. Auk þess fá teymin aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu þar sem þau fá tækifæri til að vinna með og læra af öðrum frumkvöðlum. Bakhjarlar verkefnisins; Landsvirkjun, Arion banki, GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands fjárfesta jafnframt fimm milljónir króna í hverju fyrirtæki gegn 10% eignarhlut. Verkefninu, sem nú stendur yfir í þriðja sinn, lýkur með kynningum fyrirtækjanna tíu á verkefnum sínum fyrir fjárfestum þann 18. nóvember næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Orkukerfi sem byggja á samþættingu og nýtingu umhverfisvænna orkugjafa hafa fengið aukinn byr í seglin á síðastliðnum árum. Í fyrra var sett met í hnattrænum fjárfestingum í nýtingu á endurnýjanlegri og hreinni orku – tæplega 30 billjónir íslenskra króna sem samsvarar rúmlega fimmtánfaldri vergri þjóðarframleiðslu Íslands. Heildarfjárfestingar hafa því fjórfaldast síðan 2004. Það vekur sérstaka athygli að nýiðnvædd ríki juku fjárfestingar í umhverfisvænum orkugjöfum um 19%, þrátt fyrir verðfall á hráolíu og kolum sem ætti að hafa verndað samkeppnisstöðu jarðefnaeldsneytis. Jafnvel Kína, sem hefur fengið mikla gagnrýni á síðustu árum vegna mengunar, jók sínar fjárfestingar um 17%. Sögulegur árangur náðist á COP 21 ráðstefnunni í París í desember síðastliðnum, bæði í vitundarvakningu þjóða og alþjóðlegu samstarfi með aukinni áherslu á endurnýjanlega orkugjafa, samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og orkuöryggi. Draumurinn um sjálfbæran, hnattrænan efnahag sem keyrist áfram á grænni orku hefur aldrei verið raunsærri. Slík bylting gerist þó ekki af sjálfu sér og byggist á óþrjótandi vinnu ráðamanna, vísindamanna og frumkvöðla. Startup Energy Reykjavik er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Arion banka, GEORG og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Um framkvæmd verkefnisins sjá Icelandic Startups og Íslenski jarðvarmaklasinn. Markmið verkefnisins er að efla og styðja við íslenska frumkvöðla og sprotafyrirtæki sem starfa í orkutengdum greinum. Startup Energy Reykjavik er viðskiptahraðall (e. business-accelerator) þar sem sjö sprotafyrirtæki fá aðgang að ríflega 60 sérfræðingum í íslensku atvinnulífi. Um er að ræða þaulreynda einstaklinga sem veita þátttakendum ráð og endurgjöf og opna jafnvel á tengslanet sitt í þeim tilgangi að koma viðskiptahugmynd þeirra eins langt og mögulegt er á þeim tíu vikum sem verkefnið stendur yfir. Auk þess fá teymin aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu þar sem þau fá tækifæri til að vinna með og læra af öðrum frumkvöðlum. Bakhjarlar verkefnisins; Landsvirkjun, Arion banki, GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands fjárfesta jafnframt fimm milljónir króna í hverju fyrirtæki gegn 10% eignarhlut. Verkefninu, sem nú stendur yfir í þriðja sinn, lýkur með kynningum fyrirtækjanna tíu á verkefnum sínum fyrir fjárfestum þann 18. nóvember næstkomandi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar