Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Íslendingar með yfir 1.000 fylgjendur á Instagram geta fengið greitt fyrir að auglýsa vörur í gegnum Takumi. Mynd/Takumi „Appið okkar er hannað þannig að við viljum að áhrifavaldar (e. influencers) velji sér fyrirtæki til að vinna með en ekki öfugt. Þú átt aldrei að vera að auglýsa vöru sem þú fílar ekki,“ segir María Jonný Sæmundsdóttir hjá Takumi. „Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram náð í appið okkar á iOS/Android. Við förum svo yfir alla reikningana og hleypum þeim inn sem eru með flottar myndir og hafa ekki keypt sér fylgjendur,“ segir hún. Takumi er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að því að tengja saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Áhrifavaldar sem taka þátt í herferð Takumi fá að lágmarki fimmtíu evrur, 6.000 krónur, fyrir mynd sem auglýsir vöru. „Svo fylgja oft vörur með og þá fá notendur að lágmarki fimmtíu evrur og vöruna,“ segir María.Takumi-appið fer af stað á Íslandi í desember en það hefur nú þegar komið út í Bretlandi og í Þýskalandi.Mynd/María Jonný SæmundsdóttirÍslendingar hafa verið að auglýsa í gegnum kostaðar bloggfærslur og Snapchat. María segir þó þróunina ekki vera komna á sama stað á Instagram. Í Bretlandi sé þetta hins vegar komið á alvöru skrið. Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggum hafa sætt nokkurri gagnrýni, en lagt er upp úr því hjá Takumi að augljóst sé að umfjöllun sé kostuð. „Hjá okkur verður þú að nota myllumerkið ad og myllumerki fyrirtækisins sem og myllumerki herferðarinnar svo að augljóst sé að um auglýsingu er að ræða. Fólk á líka að velja vörur sem það fílar og er stolt af að auglýsa og þá er ekkert að því að fá borgað fyrir það,“ segir María. Takumi-appið kom fyrst út í Bretlandi í nóvember í fyrra og í Þýskalandi í október síðastliðnum. „Við erum búin að vera með yfir 300 herferðir í Bretlandi en erum rétt að fara á skrið í Þýskalandi. Það fór svolítið hægt af stað í Bretlandi en hefur gengið mjög vel frá því í vor," segir María. Stefnt er að því að koma öllu í gang um miðjan desember hérlendis. „Það er íslensk herferð sem fer í gang fyrir jól. Þannig að þetta verður farið í gang þá,“ segir María. Instagram-stjörnur geta því náð í appið og auglýsendur geta haft samband við Takumi áður. Takumi hefur vaxið ört á síðustu misserum, sjö manns vinna hjá Takumi í Reykjavík, tólf í London og einn í Berlín. Fyrirtækið tilkynnti um 162 milljóna hlutafjáraukningu í haust. Næst er stefnt á Bandaríkjamarkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Appið okkar er hannað þannig að við viljum að áhrifavaldar (e. influencers) velji sér fyrirtæki til að vinna með en ekki öfugt. Þú átt aldrei að vera að auglýsa vöru sem þú fílar ekki,“ segir María Jonný Sæmundsdóttir hjá Takumi. „Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram náð í appið okkar á iOS/Android. Við förum svo yfir alla reikningana og hleypum þeim inn sem eru með flottar myndir og hafa ekki keypt sér fylgjendur,“ segir hún. Takumi er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að því að tengja saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Áhrifavaldar sem taka þátt í herferð Takumi fá að lágmarki fimmtíu evrur, 6.000 krónur, fyrir mynd sem auglýsir vöru. „Svo fylgja oft vörur með og þá fá notendur að lágmarki fimmtíu evrur og vöruna,“ segir María.Takumi-appið fer af stað á Íslandi í desember en það hefur nú þegar komið út í Bretlandi og í Þýskalandi.Mynd/María Jonný SæmundsdóttirÍslendingar hafa verið að auglýsa í gegnum kostaðar bloggfærslur og Snapchat. María segir þó þróunina ekki vera komna á sama stað á Instagram. Í Bretlandi sé þetta hins vegar komið á alvöru skrið. Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggum hafa sætt nokkurri gagnrýni, en lagt er upp úr því hjá Takumi að augljóst sé að umfjöllun sé kostuð. „Hjá okkur verður þú að nota myllumerkið ad og myllumerki fyrirtækisins sem og myllumerki herferðarinnar svo að augljóst sé að um auglýsingu er að ræða. Fólk á líka að velja vörur sem það fílar og er stolt af að auglýsa og þá er ekkert að því að fá borgað fyrir það,“ segir María. Takumi-appið kom fyrst út í Bretlandi í nóvember í fyrra og í Þýskalandi í október síðastliðnum. „Við erum búin að vera með yfir 300 herferðir í Bretlandi en erum rétt að fara á skrið í Þýskalandi. Það fór svolítið hægt af stað í Bretlandi en hefur gengið mjög vel frá því í vor," segir María. Stefnt er að því að koma öllu í gang um miðjan desember hérlendis. „Það er íslensk herferð sem fer í gang fyrir jól. Þannig að þetta verður farið í gang þá,“ segir María. Instagram-stjörnur geta því náð í appið og auglýsendur geta haft samband við Takumi áður. Takumi hefur vaxið ört á síðustu misserum, sjö manns vinna hjá Takumi í Reykjavík, tólf í London og einn í Berlín. Fyrirtækið tilkynnti um 162 milljóna hlutafjáraukningu í haust. Næst er stefnt á Bandaríkjamarkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira