Um Símann og Gagnaveitu Reykjavíkur Ingólfur Bruun skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Fróðlegt var að fylgjast með skrifum framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erlings Freys Guðmundssonar, og Orra Haukssonar, forstjóra Símans, í Fréttablaðinu í liðinni viku.Blekkingar Símans/Mílu Erling reið á vaðið og Orri svaraði um hæl. Eftir að hafa lesið svargrein Orra þá varð mér að orði: „Margur heldur mig sig.“ Í upphafi greinar sinnar sakar Orri Erling um ótta við aukna samkeppni. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vinsældir ljósleiðaratenginga GR voru orðnar svo miklar að Síminn bjó til orðskrípið „Ljósnet“ þegar arftaki ADSL-koparlínutenginga var kynntur af hálfu Símans/Mílu. Þessi tækni heitir VDSL og er tækni sem byggir á gagnaflutningum yfir koparlínur og hefur ekkert með ljósleiðara að gera. Síminn/Míla átti einfaldlega ekki svar við ljósleiðaratengingum GR og þess vegna var búið til þetta orð, „Ljósnet“. Fyrirtækin leyfðu sér að beita blekkingum gagnvart viðskiptavinum sem margir hverjir töldu að þeir væru komnir með ljósleiðara og ég hef hitt margt fólk sem taldi raunverulega að það væri komið með ljósleiðara heim í hús, það var jú komið með „Ljósnet“. Það sætir furðu að fyrirtækin hafi komist upp með það árum saman að blekkja fólk að því er virðist vísvitandi. Hvernig er hægt að taka mark á fyrirtækjum sem beita viðskiptavini sína blekkingum? Orri nefnir að Síminn hafi byrjað að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Það sem Orri gleymir að nefna er að þeir ljósleiðarar sem fyrirtækið hefur lagt um landið hafa verið svokallaðir stofnar, ekki heimtaugar heim til fólks. Síminn/Míla lagði fyrstu ljósleiðaraheimtaugarnar í nýbyggingasvæði sunnan við Selfoss fyrir fáeinum árum síðan og svo í Leirvogstunguhverfinu í Mosfellsbæ og í Úlfarsárdal. Síminn/Míla vanrækti árum saman að hefja lagningu ljósleiðaraheimtauga nema í nýbyggðum hverfum. Í dreifbýli hafa íbúar ítrekað óskað eftir því að fá að tengjast með eigin ljósleiðurum við ljósleiðarakerfi Símans/Mílu en ekki fengið.Gagnaveita Reykjavíkur stórt framfaraskref Það voru framsýnir stjórnmálamenn hjá Reykjavíkurborg sem sáu fyrir að lagning ljósleiðara til íbúa er afar arðbær framkvæmd þegar til skemmri og lengri tíma er litið. Ef að Síminn/Míla hefði staðið plikt sína og fylgst með þróun Internetsins og hlustað eftir óskum viðskiptavina sinna hefði stofnun GR ekki komist á blað, hvað þá orðið að veruleika. Það er nefnilega svo að það er Síminn/Míla sem óttast samkeppnina og þess vegna svíður sárt þegar GR tók fyrir mörgum árum forystu á sviði ljósleiðaraheimtauga á höfuðborgarsvæðinu og raunar utan þess einnig. Þannig rauf GR einokun Símans/Mílu á gagnaflutningum á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðar.Einokunarfyrirtækið Síminn/Míla Í millifyrirsögn í grein Orra segir svo: „Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang“. Með þessum orðum á forstjóri Símans/Mílu væntanlega við GR. Sjaldan hef ég séð betra dæmi um að steini sé kastað úr glerhúsi þegar forstjóri Símans kallar GR einokunarfyrirtæki. Staðreyndin er sú að Síminn/Míla hefur haft einokunaraðstöðu og kverkatak á fjarskiptum í landinu síðan Landsíminn var einkavæddur. Sá er þessar línur ritar hefur komið að byggingu tveggja ljósleiðarakerfa í dreifbýli þar sem íbúar höfðu frumkvæði að því að bæta fjarskipti sín, í Öræfum og í Mýrdal. Í báðum tilvikum var reynt að hafa samband við bæði Símann og Mílu og óskað eftir þjónustu og/eða samstarfi en undirtektir voru litlar sem engar. Sem betur fór fyrir íbúa þessara tveggja svæða tók Vodafone ljósleiðarakerfin í Öræfum og í Mýrdal undir sinn verndarvæng og þjónustar bæði kerfin með sóma. Það er rétt að halda því til haga að Síminn/Míla börðust með kjafti og klóm gegn því að Vodafone fengi leigðan ljósleiðara í svokölluðum NATO-ljósleiðara sem lagður var hringinn í kringum landið. Ef svo hefði ekki verið væru ljósleiðarakerfin í Öræfum og Mýrdal ekki til vegna einokunar Símans/Mílu. Tilfellið er að samkeppni er eitur í beinum Símans/Mílu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að fylgjast með skrifum framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erlings Freys Guðmundssonar, og Orra Haukssonar, forstjóra Símans, í Fréttablaðinu í liðinni viku.Blekkingar Símans/Mílu Erling reið á vaðið og Orri svaraði um hæl. Eftir að hafa lesið svargrein Orra þá varð mér að orði: „Margur heldur mig sig.“ Í upphafi greinar sinnar sakar Orri Erling um ótta við aukna samkeppni. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vinsældir ljósleiðaratenginga GR voru orðnar svo miklar að Síminn bjó til orðskrípið „Ljósnet“ þegar arftaki ADSL-koparlínutenginga var kynntur af hálfu Símans/Mílu. Þessi tækni heitir VDSL og er tækni sem byggir á gagnaflutningum yfir koparlínur og hefur ekkert með ljósleiðara að gera. Síminn/Míla átti einfaldlega ekki svar við ljósleiðaratengingum GR og þess vegna var búið til þetta orð, „Ljósnet“. Fyrirtækin leyfðu sér að beita blekkingum gagnvart viðskiptavinum sem margir hverjir töldu að þeir væru komnir með ljósleiðara og ég hef hitt margt fólk sem taldi raunverulega að það væri komið með ljósleiðara heim í hús, það var jú komið með „Ljósnet“. Það sætir furðu að fyrirtækin hafi komist upp með það árum saman að blekkja fólk að því er virðist vísvitandi. Hvernig er hægt að taka mark á fyrirtækjum sem beita viðskiptavini sína blekkingum? Orri nefnir að Síminn hafi byrjað að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Það sem Orri gleymir að nefna er að þeir ljósleiðarar sem fyrirtækið hefur lagt um landið hafa verið svokallaðir stofnar, ekki heimtaugar heim til fólks. Síminn/Míla lagði fyrstu ljósleiðaraheimtaugarnar í nýbyggingasvæði sunnan við Selfoss fyrir fáeinum árum síðan og svo í Leirvogstunguhverfinu í Mosfellsbæ og í Úlfarsárdal. Síminn/Míla vanrækti árum saman að hefja lagningu ljósleiðaraheimtauga nema í nýbyggðum hverfum. Í dreifbýli hafa íbúar ítrekað óskað eftir því að fá að tengjast með eigin ljósleiðurum við ljósleiðarakerfi Símans/Mílu en ekki fengið.Gagnaveita Reykjavíkur stórt framfaraskref Það voru framsýnir stjórnmálamenn hjá Reykjavíkurborg sem sáu fyrir að lagning ljósleiðara til íbúa er afar arðbær framkvæmd þegar til skemmri og lengri tíma er litið. Ef að Síminn/Míla hefði staðið plikt sína og fylgst með þróun Internetsins og hlustað eftir óskum viðskiptavina sinna hefði stofnun GR ekki komist á blað, hvað þá orðið að veruleika. Það er nefnilega svo að það er Síminn/Míla sem óttast samkeppnina og þess vegna svíður sárt þegar GR tók fyrir mörgum árum forystu á sviði ljósleiðaraheimtauga á höfuðborgarsvæðinu og raunar utan þess einnig. Þannig rauf GR einokun Símans/Mílu á gagnaflutningum á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðar.Einokunarfyrirtækið Síminn/Míla Í millifyrirsögn í grein Orra segir svo: „Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang“. Með þessum orðum á forstjóri Símans/Mílu væntanlega við GR. Sjaldan hef ég séð betra dæmi um að steini sé kastað úr glerhúsi þegar forstjóri Símans kallar GR einokunarfyrirtæki. Staðreyndin er sú að Síminn/Míla hefur haft einokunaraðstöðu og kverkatak á fjarskiptum í landinu síðan Landsíminn var einkavæddur. Sá er þessar línur ritar hefur komið að byggingu tveggja ljósleiðarakerfa í dreifbýli þar sem íbúar höfðu frumkvæði að því að bæta fjarskipti sín, í Öræfum og í Mýrdal. Í báðum tilvikum var reynt að hafa samband við bæði Símann og Mílu og óskað eftir þjónustu og/eða samstarfi en undirtektir voru litlar sem engar. Sem betur fór fyrir íbúa þessara tveggja svæða tók Vodafone ljósleiðarakerfin í Öræfum og í Mýrdal undir sinn verndarvæng og þjónustar bæði kerfin með sóma. Það er rétt að halda því til haga að Síminn/Míla börðust með kjafti og klóm gegn því að Vodafone fengi leigðan ljósleiðara í svokölluðum NATO-ljósleiðara sem lagður var hringinn í kringum landið. Ef svo hefði ekki verið væru ljósleiðarakerfin í Öræfum og Mýrdal ekki til vegna einokunar Símans/Mílu. Tilfellið er að samkeppni er eitur í beinum Símans/Mílu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar