Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2016 19:00 Forseti Íslands er bjartsýnn á að leiðtogum stjórnmálaflokkanna takist að mynda meirihluta á Alþingi á næstu dögum, án þess að nokkur þeirra hafi formlegt umboð til þess frá honum. Brýnt sé að Alþingi komi bráðlega saman. Eftir að fullreynt var með tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda ríkisstjórn fimm flokka í fyrradag, segist forseti Íslands hafa beðið hana að kanna grundvöll fyrir viðræðum undir hennar stjórn við aðra flokka. En í gærkvöldi hefði Katrín tjáð honum að svo væri ekki. Eftir það talaði forseti við formenn aðra flokka til að afla upplýsinga og minnti þáí leiðinni áþá miklu ábyrgð sem hvíldi áþinginu að sjá til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkannahef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu á Bessastöðum í dag. Fyrir skrefi sem þessu væri bæði hefð og gildar ástæður.Það var fjölmennt á Bessastöðum í gær.Vísir/Anton„Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar . Í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við,“ segir Guðni. Hann liti ekki þannig á stöðuna að stjórnarkreppa væri í landinu, enn væri starfsstjórn við völd. „Hún situr þar til okkur hefur tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Þannig að það er engin ástæða til taugaveiklunar,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig brýnt að Alþingi kæmi saman sem fyrst og æskilegast að þá hafi verið mynduð ríkisstjórn.Hvenær telur þú æskilegt að þing komi saman og hvað gefur þú þessu ástandi sem þú ert að tilkynna um núna marga daga án þess að veita einhverjum umboðið?„Við látum það bara þróast. Ég held við verðum líka að hafa í huga að stjórnarmyndunarumboð er ekki formlegur gerningur. Það er til dæmis aldrei skriflega,“ sagði Guðni. Engin slík umboð væri að finna í skjalasöfnum. En hann sagðist bjartsýnn eftir viðtöl við leiðtoga flokkanna um að þeim takist að mynda meirihluta.Þannig að þú gerir þér kannski vonir um að þessi helgi, kannski fram á mánudag, þriðjudag, muni skila meirihluta á Alþingi?„Ég þykist að minnsta kosti viss um, eða segjum vongóður um, að við getum stigið næstu skref um helgina eða strax á eftir. En auðvitað get ég ekki lofað því.“Þú hefur þá brýnt fyrir formönnunum að halda því ekki áfram að útiloka samstarf við aðra flokka?„Já ég lýst þeirri skoðun minni að það væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Forseti Íslands er bjartsýnn á að leiðtogum stjórnmálaflokkanna takist að mynda meirihluta á Alþingi á næstu dögum, án þess að nokkur þeirra hafi formlegt umboð til þess frá honum. Brýnt sé að Alþingi komi bráðlega saman. Eftir að fullreynt var með tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda ríkisstjórn fimm flokka í fyrradag, segist forseti Íslands hafa beðið hana að kanna grundvöll fyrir viðræðum undir hennar stjórn við aðra flokka. En í gærkvöldi hefði Katrín tjáð honum að svo væri ekki. Eftir það talaði forseti við formenn aðra flokka til að afla upplýsinga og minnti þáí leiðinni áþá miklu ábyrgð sem hvíldi áþinginu að sjá til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkannahef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu á Bessastöðum í dag. Fyrir skrefi sem þessu væri bæði hefð og gildar ástæður.Það var fjölmennt á Bessastöðum í gær.Vísir/Anton„Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar . Í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við,“ segir Guðni. Hann liti ekki þannig á stöðuna að stjórnarkreppa væri í landinu, enn væri starfsstjórn við völd. „Hún situr þar til okkur hefur tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Þannig að það er engin ástæða til taugaveiklunar,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig brýnt að Alþingi kæmi saman sem fyrst og æskilegast að þá hafi verið mynduð ríkisstjórn.Hvenær telur þú æskilegt að þing komi saman og hvað gefur þú þessu ástandi sem þú ert að tilkynna um núna marga daga án þess að veita einhverjum umboðið?„Við látum það bara þróast. Ég held við verðum líka að hafa í huga að stjórnarmyndunarumboð er ekki formlegur gerningur. Það er til dæmis aldrei skriflega,“ sagði Guðni. Engin slík umboð væri að finna í skjalasöfnum. En hann sagðist bjartsýnn eftir viðtöl við leiðtoga flokkanna um að þeim takist að mynda meirihluta.Þannig að þú gerir þér kannski vonir um að þessi helgi, kannski fram á mánudag, þriðjudag, muni skila meirihluta á Alþingi?„Ég þykist að minnsta kosti viss um, eða segjum vongóður um, að við getum stigið næstu skref um helgina eða strax á eftir. En auðvitað get ég ekki lofað því.“Þú hefur þá brýnt fyrir formönnunum að halda því ekki áfram að útiloka samstarf við aðra flokka?„Já ég lýst þeirri skoðun minni að það væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira