Ekki endilega söngleikur Reykjavíkurdætra Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. ágúst 2016 10:15 Salka Valsdóttir er einn af heilunum bak við sýninguna Reykjavíkurdætur. Vísir/Daníel Við vorum boðaðar á fund og okkur var boðið litla sviðið, budget, tæknimenn og að við megum bara gera það sem við viljum. Þetta er bara massívt opið fyrirbæri – svona eins og þetta er núna. Það er ekki verið að biðja okkur um að halda tónleika eða að skrifa leiksýningu endilega, ekki einu sinni verið að biðja okkur að leika í þessu sjálfar – það er bara verið að biðja okkur um að taka þetta rými og gera það sem við viljum með það. Ég get samt sagt það að við ætlum að nýta hópinn – nota hann eins og fjársjóðskistu. En það gæti verið að allur hópurinn verði bak við tjöldin á endanum,“ segir Salka Valsdóttir úr Reykjavíkurdætrum og heilinn á bak við sýninguna Reykjavíkurdætur, sem verður frumsýnd í maí á næsta ári í Borgarleikhúsinu spurð um hvers lags sýningu sé nú eiginlega að ræða. „Við erum með teymi innan Reykjavíkurdætra núna sem við formuðum eftir að ég, Kolfinna og Blær fórum á fundinn með leikhússtjóra. Við tókum ábyrgð á þessu verkefni og fengum svo með okkur fleiri stelpur úr hópnum. Núna erum við að sinna rannsóknar- og verkefnavinnu sem er leidd af Kolfinnu sem er í raun leikstjórinn að verkefninu. Við erum að sýna hver annarri myndir og hugmyndir – þetta er á algjöru frumstigi enn þá. Við erum að fara að kynna verkefnið fyrir starfsfólki og listrænum stjórnendum í Borgarleikhúsinu núna á mánudaginn. Þannig að við erum búnar að vera að vinna í því að setja saman grunnþemu og hugmyndir sem við höfum verið að vinna í í sumar. Við eigum alveg ótrúlega mikið af skemmtilegu efni núna sem væri hægt að setja upp sem viðmið. Þetta er samt svona sýning sem á ekki eftir að verða ljóst hvernig verður nákvæmlega fyrr en svona viku fyrir sýningu.“ Þann 3. september næstkomandi verða útgáfutónleikar Reykjavíkurdætra en þær gáfu nýlega út sína fyrstu plötu. Þar má búast við miklu sjónarspili. „Útgáfutónleikarnir okkar verða mikið og stórt sjó sem við erum að plotta. Þeir verða kannski meira eins og Reykjavíkurdætur: Söngleikurinn heldur en leikritið á svo eftir að enda. Það verður samt kannski einhvers konar referens að því leyti að þarna verður stór hópur að performa – þetta gæti gefið einhvern forsmekk að því hvernig þetta á eftir að líta út hjá okkur, en kannski ekki,“ segir Salka dularfull, spurð hvort við fáum ekki smá smakk á tónleikunum. Leikhús Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við vorum boðaðar á fund og okkur var boðið litla sviðið, budget, tæknimenn og að við megum bara gera það sem við viljum. Þetta er bara massívt opið fyrirbæri – svona eins og þetta er núna. Það er ekki verið að biðja okkur um að halda tónleika eða að skrifa leiksýningu endilega, ekki einu sinni verið að biðja okkur að leika í þessu sjálfar – það er bara verið að biðja okkur um að taka þetta rými og gera það sem við viljum með það. Ég get samt sagt það að við ætlum að nýta hópinn – nota hann eins og fjársjóðskistu. En það gæti verið að allur hópurinn verði bak við tjöldin á endanum,“ segir Salka Valsdóttir úr Reykjavíkurdætrum og heilinn á bak við sýninguna Reykjavíkurdætur, sem verður frumsýnd í maí á næsta ári í Borgarleikhúsinu spurð um hvers lags sýningu sé nú eiginlega að ræða. „Við erum með teymi innan Reykjavíkurdætra núna sem við formuðum eftir að ég, Kolfinna og Blær fórum á fundinn með leikhússtjóra. Við tókum ábyrgð á þessu verkefni og fengum svo með okkur fleiri stelpur úr hópnum. Núna erum við að sinna rannsóknar- og verkefnavinnu sem er leidd af Kolfinnu sem er í raun leikstjórinn að verkefninu. Við erum að sýna hver annarri myndir og hugmyndir – þetta er á algjöru frumstigi enn þá. Við erum að fara að kynna verkefnið fyrir starfsfólki og listrænum stjórnendum í Borgarleikhúsinu núna á mánudaginn. Þannig að við erum búnar að vera að vinna í því að setja saman grunnþemu og hugmyndir sem við höfum verið að vinna í í sumar. Við eigum alveg ótrúlega mikið af skemmtilegu efni núna sem væri hægt að setja upp sem viðmið. Þetta er samt svona sýning sem á ekki eftir að verða ljóst hvernig verður nákvæmlega fyrr en svona viku fyrir sýningu.“ Þann 3. september næstkomandi verða útgáfutónleikar Reykjavíkurdætra en þær gáfu nýlega út sína fyrstu plötu. Þar má búast við miklu sjónarspili. „Útgáfutónleikarnir okkar verða mikið og stórt sjó sem við erum að plotta. Þeir verða kannski meira eins og Reykjavíkurdætur: Söngleikurinn heldur en leikritið á svo eftir að enda. Það verður samt kannski einhvers konar referens að því leyti að þarna verður stór hópur að performa – þetta gæti gefið einhvern forsmekk að því hvernig þetta á eftir að líta út hjá okkur, en kannski ekki,“ segir Salka dularfull, spurð hvort við fáum ekki smá smakk á tónleikunum.
Leikhús Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira