Enski boltinn

Arteta í þjálfarateymi City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arteta þakkar fyrir sig hjá Arsenal og heldur til City.
Arteta þakkar fyrir sig hjá Arsenal og heldur til City. vísir/getty
Mikel Arteta hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Manchester City, en hann lagði á skóna á hilluna eftir tímabilið í ár.

Arteta, sem er 34 ára gamall, lagði skóna á hilluna eftir nýafstaðið tímabil, en hann eyddi síðustu fimm árum hjá Arsenal.

Hann vann tvo bikara með Arsenal þar sem hann spilaði 150 leiki og skoraði 17 mörk fyrir þá rauðklæddu.

„Ég hef alltaf haft áhuga á fleiru en bara að spila," sagði Arteta sem lýsti tækifærinu við að vinna undir Guardiola sem frábæru tækifæri.

Arteta hefur verið á mála hjá Barcelona auk þess hefur hann spilað með PSG, Rangers, Real Sociedad og Everton auk Arsenal.

Fyrsti leikur Guardiola verður á æfingarmóti í Kína þar sem grannarnir í Manchester mætast, en leikurinn fer fram 25. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×