Maradona: Ísland getur valdið frönsku vörninni usla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2016 10:16 Maradona mun örugglega horfa á Ísland spila í dag. Vísir/Getty Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður heims frá upphafi, á von á erfiðum leik fyrir Ísland sem mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í dag. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitunum en Maradona segir að Frakkland sé mun sterkari andstæðingur en England. „Frakkar eru hungarðir á heimavelli,“ skrifaði Maradona í pistli sínum í Times of India í dag. „Við höfum séð lið eins og Brasilíu brotna undir þeirri pressu sem fylgir því að spila á heimavelli á stórmóti en Frakkar nýttu sér þá pressu til að koma til baka eftir að hafa lent undir gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum.“ Hann segir að Frakkar hafi kraftmikla leikmenn á miðju sem hafi mikla hlaupagetu. „Ísland verður að hafa þétta vörn til að taka á móti áhlaupum Frakka snemma leiks. Maður verður að gera sínar áætlanir miðað við þau úrræði sem maður hefur. Ísland verst aftarlega og það er enginn glæpur.“ Maradona hefur þó áhyggjur af frönsku vörninni enda Raphael Varane ekki með á mótinu vegna meiðsla og þá verður annar miðvörður, Adil Rami, í banni í dag. „Ef að Ísland fær ekki mark á sig snemma í leiknum munum við fá alvöru leik því vörn heimamanna er ekki mjög traust.“ „Það gæti opnað svæði fyrir Ísland ef Frakkland mun sækja á mörgum mönnum og það myndi einnig henta leikáætlun Íslendinga að treysta á skyndisóknir.“ „Bakverðirnir Patrice Evra og Bacary Sagna eru ekki jafn beittir og þeir voru áður. Deschamps notar þá því kostir hans eru takmarkaðir. Það á enn eftir að láta reyna almennilega á frönsku vörnina.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður heims frá upphafi, á von á erfiðum leik fyrir Ísland sem mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í dag. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitunum en Maradona segir að Frakkland sé mun sterkari andstæðingur en England. „Frakkar eru hungarðir á heimavelli,“ skrifaði Maradona í pistli sínum í Times of India í dag. „Við höfum séð lið eins og Brasilíu brotna undir þeirri pressu sem fylgir því að spila á heimavelli á stórmóti en Frakkar nýttu sér þá pressu til að koma til baka eftir að hafa lent undir gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum.“ Hann segir að Frakkar hafi kraftmikla leikmenn á miðju sem hafi mikla hlaupagetu. „Ísland verður að hafa þétta vörn til að taka á móti áhlaupum Frakka snemma leiks. Maður verður að gera sínar áætlanir miðað við þau úrræði sem maður hefur. Ísland verst aftarlega og það er enginn glæpur.“ Maradona hefur þó áhyggjur af frönsku vörninni enda Raphael Varane ekki með á mótinu vegna meiðsla og þá verður annar miðvörður, Adil Rami, í banni í dag. „Ef að Ísland fær ekki mark á sig snemma í leiknum munum við fá alvöru leik því vörn heimamanna er ekki mjög traust.“ „Það gæti opnað svæði fyrir Ísland ef Frakkland mun sækja á mörgum mönnum og það myndi einnig henta leikáætlun Íslendinga að treysta á skyndisóknir.“ „Bakverðirnir Patrice Evra og Bacary Sagna eru ekki jafn beittir og þeir voru áður. Deschamps notar þá því kostir hans eru takmarkaðir. Það á enn eftir að láta reyna almennilega á frönsku vörnina.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira