Enski boltinn

Koeman: Lukaku verður áfram hjá Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku í æfingarleik með Everton á undirbúningstímabilinu.
Lukaku í æfingarleik með Everton á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Everton, hefur ákveðið að halda tryggð við Everton og spila með liðinu á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi belgíski landsliðsmaður hefur verið orðaður við sitt gamla félag, Chelsea, og önnur stór félög, en Koeman segir að Lukaku vilji vera áfram hjá Everton.

„Tíu dögum áður en félagsskiptaglugginn lokar kom Lukaku inn á skrifstofu stjórans og sagði að hann vildi ekki lengur fara frá Everton," skrifaði Koeman í hollenska blaðið De Telegraaf.

„Ákvörðun hans er jafn mikils virði og mikill peningur fyrir félagsskipti. Hann er ekki bara góður leikmaður heldur einnig góð persóna líka."

„Það er frábært að vinna með honum og að þróa hann í að verða verulega góður leikmaður er verkefni fyrir mig," sagði Koeman að lokum.

Everton gerði jafntefli við Tottenham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×