350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 19:45 Rekstur IKEA hefur gengið vel undanfarin misseri sem hefur meðal annars skilað sér í lægra vöruverði. En nú ætlar fyrirtækið að gera vel við starfsfólkið og borga þeim bónus í formi þrettánda mánaðarins. „Við erum að uppskera og þar af leiðandi ætlum við að umbuna starfsfólki okkar á næsta ári, eftir þetta rekstrarár IKEA sem lýkur í lok ágúst á næsta ári,” segir Fjóla Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri IKEA. „Þá munum við greiða öllum starfsmönnum þrettánda mánuðinn. Það er mjög ánægjulegt, þá fá þau líka að njóta góðs af velgengninni.” Fjóla Kristín, mannauðsstjóri IKEA.vísir/skjáskotÞrjú hundruð og fimmtíu manns vinna hjá IKEA og verður kostnaðurinn því um níutíu milljónir. Starfshópurinn er á öllum aldri og með mismikla reynslu og menntun. Mikið er af ungu fólki og námsmönnum og sjötíu útlendingar vinna hjá fyrirtækinu. Þetta er fólk sem er ekki beinlínis vant því að fá háa bónusa í starfi sínu og hafa viðbrögðin verið að vonum góð. „Þau eru aðeins að melta þetta og eru svolítið hissa. En jú, það er mjög mikil ánægja. Það er ekki hægt annað,“ segir Fjóla. Þeir sem hafa unnið í heilt ár í ágúst á næsta ári munu fá fullan bónus og þeir sem hafa unnið í hálft ár fá helminginn. Gerirðu ráð fyrir mörgum starfsumsóknum á næstunni? „Já ég geri ráð fyrir því ef þetta fer að spyrjast svona hratt út. Við vorum að tilkynna þetta fyrst í gær þannig að jú, örugglega.” Tengdar fréttir Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15 Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Rekstur IKEA hefur gengið vel undanfarin misseri sem hefur meðal annars skilað sér í lægra vöruverði. En nú ætlar fyrirtækið að gera vel við starfsfólkið og borga þeim bónus í formi þrettánda mánaðarins. „Við erum að uppskera og þar af leiðandi ætlum við að umbuna starfsfólki okkar á næsta ári, eftir þetta rekstrarár IKEA sem lýkur í lok ágúst á næsta ári,” segir Fjóla Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri IKEA. „Þá munum við greiða öllum starfsmönnum þrettánda mánuðinn. Það er mjög ánægjulegt, þá fá þau líka að njóta góðs af velgengninni.” Fjóla Kristín, mannauðsstjóri IKEA.vísir/skjáskotÞrjú hundruð og fimmtíu manns vinna hjá IKEA og verður kostnaðurinn því um níutíu milljónir. Starfshópurinn er á öllum aldri og með mismikla reynslu og menntun. Mikið er af ungu fólki og námsmönnum og sjötíu útlendingar vinna hjá fyrirtækinu. Þetta er fólk sem er ekki beinlínis vant því að fá háa bónusa í starfi sínu og hafa viðbrögðin verið að vonum góð. „Þau eru aðeins að melta þetta og eru svolítið hissa. En jú, það er mjög mikil ánægja. Það er ekki hægt annað,“ segir Fjóla. Þeir sem hafa unnið í heilt ár í ágúst á næsta ári munu fá fullan bónus og þeir sem hafa unnið í hálft ár fá helminginn. Gerirðu ráð fyrir mörgum starfsumsóknum á næstunni? „Já ég geri ráð fyrir því ef þetta fer að spyrjast svona hratt út. Við vorum að tilkynna þetta fyrst í gær þannig að jú, örugglega.”
Tengdar fréttir Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15 Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15
Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39