Bloggarar ósáttir undir átröskunarhatti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 12:19 Bloggararnir Þórunn Ívarsdóttir og Hildur Ragnarsdóttir voru ekki mjög hrifnar af umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átraskanir. vísir Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun en í þættinum var rætt við bloggarana Þórunni Ívarsdóttur og Línu Birgittu Camillu Sigurðardóttur. Lína Birgitta hefur greint frá því opinberlega að hún hafi glímt við átröskunarsjúkdóminn lotugræðgi og var hún spurð út í þá reynslu en Þórunn er, eins og fleiri bloggarar, vægast sagt ósátt við framsetninguna í þættinum og það að lífsstílsbloggum og átröskun hafi verið blandað saman í umfjöllun Kastljóss.#kastljós. Það eru ekki allir bloggarar að farast úr útlitsdýrkun eða átröskun. Skrýtin umfjöllun sem óþarfi er tengja beint v.'tískublogg“.— Andrea Röfn (@andrearofn) February 16, 2016 Segja má að í fyrra hluta þáttarins hafi verið fjallað um bloggin út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni þar sem bloggarar fjalla mikið um hinar ýmsu vörur og þjónustu sem þeir fá gjarnan að gjöf. Í seinni hluta þáttarins var sjónunum hins vegar beint að átröskun og hún tengd við lífsreynslu Línu af lotugræðgi. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn í viðtali um málið í Brennslunni í morgun.Sjá einnig: Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“Var ekki í viðtali um átröskun heldur bloggheiminn Hún kvaðst ekki hafa vitað af því þegar hún fór í viðtal við Kastljósið að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það er ekkert frá mér um átröskun. Ég er í viðtali um bloggheiminn og ég er eiginlega svona að mata ofan í eldri kynslóðina hvernig þetta virkar, bara frá A-Ö. Bara til dæmis hvernig það virkar þegar við fáum sendar gjafir og hvað við þurfum að gera samkvæmt neytendalögum og öllu þessu. Og eins og þið sjáið bara í viðtalinu þá er ég aldrei með nein komment sem tengjast átröskun nema bara að ég finni ekki fyrir þessari pressu.“Þarf að koma svo mörgum hlutum frá mér í sambandi við Kastljós kvöldsins. Hér er byrjunin. #kastljós pic.twitter.com/qG7DvSGnG4— Hildur Ragnarsdóttir (@hilrag) February 16, 2016 „Diss á þá sem glíma við átröskun“ Hildur Ragnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Einveru og bloggari á tískuvefnum Trendnet, tók undir gagnrýni Þórunnar. Umfjöllun Kastljóss var einkennileg að hennar mati. „Ég tek auðvitað ofan af fyrir Línu Birgittu sem svona opinber karakter að viðurkenna að hún eigi við átröskun að stríða og það er alveg mjög „valid“ umræðuefni í heilan kannski Kastljósþátt. En að tengja það við blogg... tala um blogg sem markaðsmiðil og hoppa svo í það fannst mér diss á þá sem glíma við átröskun. Hún var ekki að segja að hún hefði fengið átröskun af því að hún er tískubloggari eða lífsstílsbloggari. Þannig að mér fannst þetta dálítið úr samhengi,“ sagði Hildur í samtali við Brennsluna í morgun.Bloggarar eins misjafnir og þeir eru margir Hún sagði að það hafi farið í taugarnar sér hvernig umræðan í þættinum hafi einhvern veginn snúist um það að allir bloggarar væru með útlitsdýrkun og fengu endalaust af fríu dóti og drasli. Hildur sagðist halda að það væru tæplega 100 aktívir lífsstílsbloggarar á landinu og að þeir væru misjafnir eins og þeir væru margir. „Það eru kannski ekkert allir að blogga fyrir sömu ástæðurnar. Það eru allir að vinna með sín eigin markmið hver svo sem þau eru. [...] Við Íslendingar eigum það til að alhæfa um ansi margt og þegar það koma einhverjar svona tvær stelpur sem eru bara mjög flottar þá verða þær svolítið svona target fyrir „Já, ok, eru sem sagt allir bloggarar svona.““Hér að neðan má hlusta á viðtölin við Þórunni og Hildi í heild sinni.Óhnitmiðuð og illa unnin umfjöllun. Aðeins fengin tvö sjónarhorn að þessum "bloggheimi" sem er ekki raunveruleiki okkar allra. #kastljós— HELGI OMARSSON (@justlikehelgi) February 16, 2016 Tengdar fréttir Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun en í þættinum var rætt við bloggarana Þórunni Ívarsdóttur og Línu Birgittu Camillu Sigurðardóttur. Lína Birgitta hefur greint frá því opinberlega að hún hafi glímt við átröskunarsjúkdóminn lotugræðgi og var hún spurð út í þá reynslu en Þórunn er, eins og fleiri bloggarar, vægast sagt ósátt við framsetninguna í þættinum og það að lífsstílsbloggum og átröskun hafi verið blandað saman í umfjöllun Kastljóss.#kastljós. Það eru ekki allir bloggarar að farast úr útlitsdýrkun eða átröskun. Skrýtin umfjöllun sem óþarfi er tengja beint v.'tískublogg“.— Andrea Röfn (@andrearofn) February 16, 2016 Segja má að í fyrra hluta þáttarins hafi verið fjallað um bloggin út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni þar sem bloggarar fjalla mikið um hinar ýmsu vörur og þjónustu sem þeir fá gjarnan að gjöf. Í seinni hluta þáttarins var sjónunum hins vegar beint að átröskun og hún tengd við lífsreynslu Línu af lotugræðgi. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn í viðtali um málið í Brennslunni í morgun.Sjá einnig: Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“Var ekki í viðtali um átröskun heldur bloggheiminn Hún kvaðst ekki hafa vitað af því þegar hún fór í viðtal við Kastljósið að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það er ekkert frá mér um átröskun. Ég er í viðtali um bloggheiminn og ég er eiginlega svona að mata ofan í eldri kynslóðina hvernig þetta virkar, bara frá A-Ö. Bara til dæmis hvernig það virkar þegar við fáum sendar gjafir og hvað við þurfum að gera samkvæmt neytendalögum og öllu þessu. Og eins og þið sjáið bara í viðtalinu þá er ég aldrei með nein komment sem tengjast átröskun nema bara að ég finni ekki fyrir þessari pressu.“Þarf að koma svo mörgum hlutum frá mér í sambandi við Kastljós kvöldsins. Hér er byrjunin. #kastljós pic.twitter.com/qG7DvSGnG4— Hildur Ragnarsdóttir (@hilrag) February 16, 2016 „Diss á þá sem glíma við átröskun“ Hildur Ragnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Einveru og bloggari á tískuvefnum Trendnet, tók undir gagnrýni Þórunnar. Umfjöllun Kastljóss var einkennileg að hennar mati. „Ég tek auðvitað ofan af fyrir Línu Birgittu sem svona opinber karakter að viðurkenna að hún eigi við átröskun að stríða og það er alveg mjög „valid“ umræðuefni í heilan kannski Kastljósþátt. En að tengja það við blogg... tala um blogg sem markaðsmiðil og hoppa svo í það fannst mér diss á þá sem glíma við átröskun. Hún var ekki að segja að hún hefði fengið átröskun af því að hún er tískubloggari eða lífsstílsbloggari. Þannig að mér fannst þetta dálítið úr samhengi,“ sagði Hildur í samtali við Brennsluna í morgun.Bloggarar eins misjafnir og þeir eru margir Hún sagði að það hafi farið í taugarnar sér hvernig umræðan í þættinum hafi einhvern veginn snúist um það að allir bloggarar væru með útlitsdýrkun og fengu endalaust af fríu dóti og drasli. Hildur sagðist halda að það væru tæplega 100 aktívir lífsstílsbloggarar á landinu og að þeir væru misjafnir eins og þeir væru margir. „Það eru kannski ekkert allir að blogga fyrir sömu ástæðurnar. Það eru allir að vinna með sín eigin markmið hver svo sem þau eru. [...] Við Íslendingar eigum það til að alhæfa um ansi margt og þegar það koma einhverjar svona tvær stelpur sem eru bara mjög flottar þá verða þær svolítið svona target fyrir „Já, ok, eru sem sagt allir bloggarar svona.““Hér að neðan má hlusta á viðtölin við Þórunni og Hildi í heild sinni.Óhnitmiðuð og illa unnin umfjöllun. Aðeins fengin tvö sjónarhorn að þessum "bloggheimi" sem er ekki raunveruleiki okkar allra. #kastljós— HELGI OMARSSON (@justlikehelgi) February 16, 2016
Tengdar fréttir Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00