Erlent

Sérstakur dómstóll mun rannsaka stríðsglæpi í Kosovo

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Flóttamenn flýja frá Kosovo í stríðinu til Makedóníu árið 1999.
Flóttamenn flýja frá Kosovo í stríðinu til Makedóníu árið 1999. vísir/getty
Sérstakur dómstóll í Haag í Hollandi mun rannsaka stríðsglæpi sem talið er að hafi verið framdir í Kosovo-stríðinu á árunum 1999-2000.

Í yfirlýsingu frá hollensku ríkisstjórninni kemur fram að dómstóllinn muni rannsaka sérstaklega glæpi sem voru framdir af frelsisher Kosovo gegn pólitískum andstæðingum sínum og minnihlutahópum.

Evrópusambandið bað um að dómstóllinn yrði í Hollandi og hafa yfirvöld þar í landi nú orðið við þeirri beiðni en ESB stendur straum af kostnaði við dómstólinn.

 

Málið er viðkvæmt í Kosovo þar sem möguleiki er á að einhverjir þeirra sem teknir verða til rannsóknar séu álitnir frelsishetjur þar í landi. Auk þess gæti vitnum í málinu verið ógnað í Kosovo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×