Erlent

Sjálfubann eftir slys í Mumbai

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sjálfsmyndir verða bannaðar á stöðum sem þessum.
Sjálfsmyndir verða bannaðar á stöðum sem þessum. Nordicphotos/afp
Lögreglan í Mumbai á Indlandi hefur bannað sjálfsmyndatöku á fimmtán vinsælum ferðamannastöðum í borginni. Ákvörðunin var tekin eftir andlát átján ára stelpu sem drukknaði við ströndina er hún var að taka af sér sjálfsmynd.

Hafa nú þegar verið sett upp skilti víðs vegar í borginni og hafa strandgæslumenn fengið þau fyrirmæli að fylgjast með því að enginn taki sjálfsmyndir á ströndinni.

Sams konar atvik og varð kveikjan að banninu átti sér stað við grafhýsið Taj Mahal í septembermánuði. Þá féll japanskur ferðamaður niður stiga á meðan hann tók af sér sjálfsmynd og lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×