Erlent

Prófuðu lendingarbúnað geimfars

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX prófuðu lendingarhreyfla nýs geimfars í október, sem ætlað er að flytja allt að sjö geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og til baka. Í stað þess að lenda á hafi úti með fallhlíf, er farinu sem ber nafnið Dragon 2, ætlað að lenda á jörðinni með nákvæmni þyrlu. Átta hreyflar eru notaðir til að halda farinu stöðugu og lenda því.

Í prófinu voru hreyflarnir keyrðir í fimm sekúndur og má sjá að farið virtist fljóta í lausu lofti. Saman geta hreyflarnir lyft um 15 tonnum.

Á vef NASA segir að ekki standi enn til að nota lendingarmöguleika farsins enn sem komið er. Þess í stað verði þau útbúin fallhlífum. Þrátt fyrir að prófið hafi farið fram í október var myndbandið af því birt í gær.

Samkvæmt frétt Wired er SpaceX eitt tveggja einkarekinna fyrirtækja sem hafa gert samninga um að flytja geimfara til geimstöðvarinnar. Hitt fyrirtækið er Boeing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×