Erlent

Ákærður fyrir að hrækja á fólk

DANMÖRK Miðaldra maður, sem gerði hróp að flóttamönnum á göngu á þjóðvegi í átt að Kaupmannahöfn og að því er virtist hrækti á þá ofan af brú, hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um kynþáttafordóma. Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að dagblaðið Information hafi birt mynd af manninum í september þar sem hann stóð á brúnni. Maðurinn, sem hefur fengið viðurnefnið hrákamaðurinn, kvaðst bara hafa horft á flóttamennina ofan af brúnni. – ibs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×