Forgjöfin loksins ljós Stjórnarmaðurinn skrifar 24. febrúar 2016 09:00 Íslandsbanki birti í gær uppgjör sitt fyrir 2015. Sem endranær voru það fregnir af launakjörum stjórnenda sem mesta athygli vöktu í fjölmiðlum og að því er virtist sérstaklega sú staðreynd að bankastjórinn hefði á síðasta ári fengið ríflega sjö milljóna króna bónus í sinn hlut. Ekki þurfti sú nálgun sérstaklega að koma á óvart, né viðbrögðin í athugasemdakerfum og annars staðar sem einkenndust af upphrópunum og mikilli hneykslan. Stjórnarmaðurinn hefur raunar aldrei skilið þessa miklu athygli á launaumslagi fólks. Laun bankastjórnenda á Íslandi eru alls ekki há í alþjóðlegum samanburði, og það er erfitt að sjá að sæmileg launakjör hafi nokkuð annað en jákvæð samfélagsleg áhrif. Annað fangaði þó athygli stjórnarmannsins, og það var sú staðreynd að svokölluð virðisbreyting útlána skilaði Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað á síðasta ári. Þetta er í takti við þróunina síðustu ár þar sem um og yfir helmingur hagnaðar bankans hefur komið fram undir þessum lið. Uppgjörið í ár er þó sögulegt að því leyti að fram kemur að endurskipulagningu á lánum og kröfum sem bankinn tók yfir með miklum afföllum sé lokið, og því ekki gert ráð fyrir frekari jákvæðum áhrifum á reksturinn af þessum völdum á komandi árum. Lán þessi og kröfur voru færð úr gömlu bönkunum í þá nýju eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2011, voru lán flutt úr gamla Glitni í Íslandsbanka með um 425 milljarða afslætti. Eins og áður sagði nam þessi tekjuliður átta milljörðum hjá Íslandsbanka á árinu 2015, árið áður var hann rétt tæpir níu milljarðar og árið 2013 um 16 milljarðar – samtals um 32 milljarðar undanfarin þrjú ár. Erfiðara er að nálgast sundurliðaðar tölur lengra aftur í tímann. Svipaða sögu er að segja af hinum bönkunum. Áhugavert væri þó ef fjölmiðlar legðu sig fram um að nálgast þessar tölur, þannig að hægt sé að greina með nokkuð óyggjandi hætti hvers konar forgjöf þeir kumpánar Steingrímur J. og Gylfi Magnússon veittu nýju bönkunum á sínum tíma. Ljóst er að minnsta kosti að þeir geta andað léttar að bankarnir eru nú aftur komnir eða á leiðinni í ríkiseigu, enda vart verið líklegt til vinsælda ef kröfuhafar gömlu bankanna hefðu fengið að hlæja alla leiðina í bankann með forgjöf þeirra Gylfa og Steingríms í vasanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Íslandsbanki birti í gær uppgjör sitt fyrir 2015. Sem endranær voru það fregnir af launakjörum stjórnenda sem mesta athygli vöktu í fjölmiðlum og að því er virtist sérstaklega sú staðreynd að bankastjórinn hefði á síðasta ári fengið ríflega sjö milljóna króna bónus í sinn hlut. Ekki þurfti sú nálgun sérstaklega að koma á óvart, né viðbrögðin í athugasemdakerfum og annars staðar sem einkenndust af upphrópunum og mikilli hneykslan. Stjórnarmaðurinn hefur raunar aldrei skilið þessa miklu athygli á launaumslagi fólks. Laun bankastjórnenda á Íslandi eru alls ekki há í alþjóðlegum samanburði, og það er erfitt að sjá að sæmileg launakjör hafi nokkuð annað en jákvæð samfélagsleg áhrif. Annað fangaði þó athygli stjórnarmannsins, og það var sú staðreynd að svokölluð virðisbreyting útlána skilaði Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað á síðasta ári. Þetta er í takti við þróunina síðustu ár þar sem um og yfir helmingur hagnaðar bankans hefur komið fram undir þessum lið. Uppgjörið í ár er þó sögulegt að því leyti að fram kemur að endurskipulagningu á lánum og kröfum sem bankinn tók yfir með miklum afföllum sé lokið, og því ekki gert ráð fyrir frekari jákvæðum áhrifum á reksturinn af þessum völdum á komandi árum. Lán þessi og kröfur voru færð úr gömlu bönkunum í þá nýju eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2011, voru lán flutt úr gamla Glitni í Íslandsbanka með um 425 milljarða afslætti. Eins og áður sagði nam þessi tekjuliður átta milljörðum hjá Íslandsbanka á árinu 2015, árið áður var hann rétt tæpir níu milljarðar og árið 2013 um 16 milljarðar – samtals um 32 milljarðar undanfarin þrjú ár. Erfiðara er að nálgast sundurliðaðar tölur lengra aftur í tímann. Svipaða sögu er að segja af hinum bönkunum. Áhugavert væri þó ef fjölmiðlar legðu sig fram um að nálgast þessar tölur, þannig að hægt sé að greina með nokkuð óyggjandi hætti hvers konar forgjöf þeir kumpánar Steingrímur J. og Gylfi Magnússon veittu nýju bönkunum á sínum tíma. Ljóst er að minnsta kosti að þeir geta andað léttar að bankarnir eru nú aftur komnir eða á leiðinni í ríkiseigu, enda vart verið líklegt til vinsælda ef kröfuhafar gömlu bankanna hefðu fengið að hlæja alla leiðina í bankann með forgjöf þeirra Gylfa og Steingríms í vasanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira