Enski boltinn

Hart fær traust nýs landsliðsþjálfara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Hart er ekki í náðinni hjá Pep Guardiola.
Joe Hart er ekki í náðinni hjá Pep Guardiola. Vísir/Getty
Sam Allardyce, nýr landsliðsþjálfari Englands, segir að Joe Hart verði áfram í landsliðshópi Englands þrátt fyrir að hann sé nú í kuldanum hjá Pep Guardiola, stjóra Manchester City.

Eins og kom fram í gær hefur Guardiola tilkynnt að Joe Hart sé frjálst að finna sér nýtt félag kjósi hann að gera svo en Guardiola er á góðri leið með að ganga frá kaupum á Claudio Bravo, markverði Barcelona.

Sjá einnig: Hart má fara frá Man. City

England mætir Slóvakíu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í næsta mánuði en sá leikur fer fram í Trnava þann 4. september.

„Hann verður án nokkurs vafa í hópnum en ég veit ekki hvernig framhaldið verður fyrr en ég hef rætt við hann,“ sagði Allardyce í samtali við Sky Sports.

Hart á að baki 63 leiki með enska landsliðinu en var harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðuna á EM í sumar, sérstaklega í leik liðsins í 16-liða úrslitum þar sem Íslendingar slógu þá ensku úr leik með 2-1 sigri.


Tengdar fréttir

Hart má fara frá Man. City

Pep Guardiola, stjóri Man. City, hefur gefið markverðinum Joe Hart leyfi til þess að yfirgefa félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×