Nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz lýsir yfir dauða nýfrjálshyggju Sæunn Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Joseph Stiglitz segir nýfrjálshyggju dauða Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að ekki sé lengur samstaða um að nýfrjálshyggjuöfl séu ríkjandi skóli hugsunar í hagfræði, eins og hann hefur verið síðustu þrjátíu ár. Í samtali við Business Insider segir Nóbelsverðlaunahafinn, sem var efnahagslegur ráðgjafi Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að í fræðiumhverfinu sé búið að hafna samstöðunni um nýfrjálshyggju. Stiglitz hefur síðustu árin verið einn helsti gagnrýnandi nýfrjálshyggju. Frá efnahagskreppunni árið 2008 virðist hafa orðið vitundarvakning almennt um það að frjálshyggja sé ekki endilega rétta leiðin fyrir hagkerfi heimsins. Í samtalinu færir Stiglitz rök fyrir því að búið sé að afsanna eina af aðalhugmyndum nýfrjálshyggju, að mörkuðum gangi best þegar engin afskipti eru höfð af þeim og að eftirlitslausir markaðir séu besta leiðin til að auka hagvöxt. „Við erum búin að færast frá nýfrjálshyggjuparadísinni þar sem talið var að „markaðir virka vel næstum alltaf“ og eina sem við þurftum gera var að halda ríkisstjórnum gangandi, í það að trúa að „markaðir virka ekki“ og nú snýst umræðan um það hvernig við getum látið ríkisstjórnir laga þessa skekkju,“ segir Stiglitz. „Nýfrjálshyggja er dáin bæði í þróunarlöndum og þróuðum löndum.“ Stiglitz deilir þessari skoðun með öðrum hagfræðingum. Í bloggi í maí efuðust þrír hagfræðingar hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum, helstu klappstýru nýfrjálshyggju, um skilvirkni ákveðinna þátta kenningarinnar, sér í lagi þegar kemur að sköpun ójafnaðar. Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky hefur einnig gagnrýnt nýfrjálshyggju og skaðleg áhrif hugsunarinnar. Í Bretlandi má einnig greina viðhorfsbreytingu, en þar hafa aðhaldsaðgerðir verið í fyrirrúmi frá því að Íhaldsflokkurinn tók við ríkisstjórn árið 2010. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að ekki sé lengur samstaða um að nýfrjálshyggjuöfl séu ríkjandi skóli hugsunar í hagfræði, eins og hann hefur verið síðustu þrjátíu ár. Í samtali við Business Insider segir Nóbelsverðlaunahafinn, sem var efnahagslegur ráðgjafi Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að í fræðiumhverfinu sé búið að hafna samstöðunni um nýfrjálshyggju. Stiglitz hefur síðustu árin verið einn helsti gagnrýnandi nýfrjálshyggju. Frá efnahagskreppunni árið 2008 virðist hafa orðið vitundarvakning almennt um það að frjálshyggja sé ekki endilega rétta leiðin fyrir hagkerfi heimsins. Í samtalinu færir Stiglitz rök fyrir því að búið sé að afsanna eina af aðalhugmyndum nýfrjálshyggju, að mörkuðum gangi best þegar engin afskipti eru höfð af þeim og að eftirlitslausir markaðir séu besta leiðin til að auka hagvöxt. „Við erum búin að færast frá nýfrjálshyggjuparadísinni þar sem talið var að „markaðir virka vel næstum alltaf“ og eina sem við þurftum gera var að halda ríkisstjórnum gangandi, í það að trúa að „markaðir virka ekki“ og nú snýst umræðan um það hvernig við getum látið ríkisstjórnir laga þessa skekkju,“ segir Stiglitz. „Nýfrjálshyggja er dáin bæði í þróunarlöndum og þróuðum löndum.“ Stiglitz deilir þessari skoðun með öðrum hagfræðingum. Í bloggi í maí efuðust þrír hagfræðingar hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum, helstu klappstýru nýfrjálshyggju, um skilvirkni ákveðinna þátta kenningarinnar, sér í lagi þegar kemur að sköpun ójafnaðar. Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky hefur einnig gagnrýnt nýfrjálshyggju og skaðleg áhrif hugsunarinnar. Í Bretlandi má einnig greina viðhorfsbreytingu, en þar hafa aðhaldsaðgerðir verið í fyrirrúmi frá því að Íhaldsflokkurinn tók við ríkisstjórn árið 2010.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira