Enski boltinn

Jón Daði fær samkeppni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cameron Borthwick-Jackson í búningi Úlfanna.
Cameron Borthwick-Jackson í búningi Úlfanna. Vísir/Getty
Wolves hefur farið vel af stað í ensku B-deildinni með Jón Daða Böðvarsson fremstan í flokki en landsliðsmaðurinn hefur slegið í gegn eftir að hann kom frá Kaiserslautern í sumar.

Úlfarnir hafa enn frekar bætt í með því að semja við tvo lánsmenn í dag. Það eru varnarmennirnir Cameron Borthwick-Jackson frá Manchester United og sóknarmanninn Ola John frá Benfica í Portúgal.

Báðir munu spila með Wolves til loka tímabilsins en sá fyrrnefndi er uppalinn hjá United og á að baki 14 leiki með aðalliði félagsins.

John er 24 ára og er hollenskur landsliðsmaður. Hann var á láni hjá Reading á síðasta tímabili.

Wolves mætir Cambridge í enska deildabikarnum annað kvöld en liðið er enn ósigrað eftir fjóra fyrstu leiki sína í ensku B-deildinni og er nú í fjórða sæti með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×