Enski boltinn

Mahrez myndi bara hlusta á stóru liðin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mahrez fagnar marki sínu um síðustu helgi.
Mahrez fagnar marki sínu um síðustu helgi. vísir/getty
Riyad Mahrez, leikmaður Leicester, heldur þeim möguleika að fara frá Leicester enn galopnum.

Mahrez er þó ekki til í að fara hvert sem er. Hann segir að aðeins tvö til þrjú félög gætu freistað hans að skipta um félag.

Þessi 25 ára gamli leikmaður var orðaður við Arsenal í allt sumar en líkt og aðrir sem voru orðaðir við það félag fór hann ekki þangað.

Real Madrid og Barcelona hafa bæði verið orðuð við Mahrez en óljóst er hversu mikið er að marka þann orðróm.

„Þegar Brasilíumaður slær í gegn þá er hann kominn til Real Madrid áður en maður veit af. Við hinir þurfum að gera meira,“ sagði Mahrez við France Football.

„Enska úrvalsdeildin er ofurdeild og þar vil ég vera eins lengi og hægt er. Í dag eru til tvö eða þrjú félög í heiminum sem myndu fá mann til að hugsa málið ef þau sýndu áhuga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×