Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 10:23 Jeb Bush, Ted Cruz og Donald Trump skiptust á föstum skotum í nótt. Vísir/Getty Þeir sem berjast um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins skiptust á föstum skotum um utanríkisstefnu og framtíð Hæstaréttar Bandaríkjanna í óstýrilátum og óreiðukenndum kappræðum vestanhafs í nótt. Forval hefur nú þegar farið fram í Iowa og New Hampshire en nú er slagurinn kominn til Suður-Karólínu þar sem forval fer fram næstkomandi laugardag. Bæði Repúblikanar og Demókratar munu tilkynna um frambjóðendur sína til forseta Bandaríkjanna í júlí næstkomandi, fjórum mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Auðkýfingurinn Donald Trump reifst ítrekað við þingmanninn Ted Cruz og fyrrverandi ríkisstjórann Jeb Bush en á meðan frambjóðendurnir hrópuðu á hvorn annan og trufluðu tal hvors annars varaði sá sem stjórnaði kappræðunum, John Dickerson hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, við því að ekki mætti fara með umræðuna í einhvern leðjuslag. Fráfall hæstaréttardómarans Antonin Scalia olli miklum umræðum um framtíð réttarins. Scalia var mikill íhaldsmaður en nú þegar skipa þarf nýjan dómara við réttinn hefur verið bent á að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fái þar með tækifæri á að skipa fimmta frjálslynda dómarann og þá yrðu frjálslyndir í fyrsta skipti með meirihluta í hæstarétti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir voru á því að Obama ætti ekki að skipa nýjan dómara, það ætti að verða hlutverk næsta forseta. Trump sagði að Obama myndi að öllum líkindum skipa nýjan dómara en hvatti þingið til að tefja þá framkvæmd.Ted Cruz hélt því fram að Trump, sem áður studdi Demókrata, myndi tilnefna frjálslyndan dómara við Hæstarétt ef hann yrði kjörinn forseti. „Þú ert mesti lygari sem ég veit um,“ sagði Trump um Cruz. „Þessi gaur segir hvað sem er.“ Umræður frambjóðendanna í nótt um hæstarétt snerust fljótlega út í samfélagsmál líkt og réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar. Donald Trump og Jeb Bush rifust um Íraksstríðið og frammistöðu George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna og bróður Jebs, þegar árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001. „Við áttum aldrei að fara inn í Írak,“ sagði Trump. „Þeir lugu. Þeir sögðu að það hefðu verið gjöreyðingarvopn í landinu. Svo var ekki og þeir vissu það,“ sagði Trump en Jeb Bush mótmælti þessu kröftuglega. „Ég er orðinn dauðþreyttur á Barack Obama sem kennir bróður mínum um öll sín vandamál og í sannleika sagt gæti mér ekki verið meira sama um móðganir Donalds Trump,“ sagði Jeb Bush.Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þeir sem berjast um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins skiptust á föstum skotum um utanríkisstefnu og framtíð Hæstaréttar Bandaríkjanna í óstýrilátum og óreiðukenndum kappræðum vestanhafs í nótt. Forval hefur nú þegar farið fram í Iowa og New Hampshire en nú er slagurinn kominn til Suður-Karólínu þar sem forval fer fram næstkomandi laugardag. Bæði Repúblikanar og Demókratar munu tilkynna um frambjóðendur sína til forseta Bandaríkjanna í júlí næstkomandi, fjórum mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Auðkýfingurinn Donald Trump reifst ítrekað við þingmanninn Ted Cruz og fyrrverandi ríkisstjórann Jeb Bush en á meðan frambjóðendurnir hrópuðu á hvorn annan og trufluðu tal hvors annars varaði sá sem stjórnaði kappræðunum, John Dickerson hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, við því að ekki mætti fara með umræðuna í einhvern leðjuslag. Fráfall hæstaréttardómarans Antonin Scalia olli miklum umræðum um framtíð réttarins. Scalia var mikill íhaldsmaður en nú þegar skipa þarf nýjan dómara við réttinn hefur verið bent á að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fái þar með tækifæri á að skipa fimmta frjálslynda dómarann og þá yrðu frjálslyndir í fyrsta skipti með meirihluta í hæstarétti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir voru á því að Obama ætti ekki að skipa nýjan dómara, það ætti að verða hlutverk næsta forseta. Trump sagði að Obama myndi að öllum líkindum skipa nýjan dómara en hvatti þingið til að tefja þá framkvæmd.Ted Cruz hélt því fram að Trump, sem áður studdi Demókrata, myndi tilnefna frjálslyndan dómara við Hæstarétt ef hann yrði kjörinn forseti. „Þú ert mesti lygari sem ég veit um,“ sagði Trump um Cruz. „Þessi gaur segir hvað sem er.“ Umræður frambjóðendanna í nótt um hæstarétt snerust fljótlega út í samfélagsmál líkt og réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar. Donald Trump og Jeb Bush rifust um Íraksstríðið og frammistöðu George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna og bróður Jebs, þegar árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001. „Við áttum aldrei að fara inn í Írak,“ sagði Trump. „Þeir lugu. Þeir sögðu að það hefðu verið gjöreyðingarvopn í landinu. Svo var ekki og þeir vissu það,“ sagði Trump en Jeb Bush mótmælti þessu kröftuglega. „Ég er orðinn dauðþreyttur á Barack Obama sem kennir bróður mínum um öll sín vandamál og í sannleika sagt gæti mér ekki verið meira sama um móðganir Donalds Trump,“ sagði Jeb Bush.Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa.
Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00
Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45
Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23