Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 14:21 Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Fréttablaðið/GVA Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu „þegar hann lét bankann veita einkahlutafélaginu Hreiðar Már Sigurðsson [...], sem var í eigu og laut stjórn ákærða, eingreiðslulán að fjárhæð 574.520.995 krónur, án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar bankans fyrir láninu og án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins.“ Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Hreiðari Má og Guðnýju Örnu Sigurðardóttur fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings sem Vísir hefur undir höndum. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs-og innherjasvik en Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum hans.Keypti hlutabréfin á 303 krónur á hlut en seldi þau á 704 krónur á hlut Samkvæmt ákæru var kúlulánið sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk þann 6. ágúst 2008 notað til að kaupa af honum sjálfum hlutabréf sem hann hafði keypt sama dag samkvæmt kauprétti á 303 krónur á hlut, eða fyrir samtals 246.036.000 krónur. Einkahlutafélagið keypti bréfin hins vegar á 704 krónur á hlut, samtals rúmlega hálfan milljarð sem er sama upphæð og kúlulánið nam. Mismunurinn, eða 324 milljónir króna, runnu síðan inn á bankareikning Hreiðars Más þann 19. ágúst 2008 „og stóð ákærða eftir það til frjálsrar ráðstöfunar,“ eins og segir í ákæru. Kúlulánið var á eindaga þann 11. ágúst 2011 en einkahlutafélag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl sama ár. Arion banki var þá orðinn kröfuhafi lánsins og lýsti kröfu upp á rúmar 800 milljónir með áföllum vöxtum og kostnaði. Upp í kröfuna fengust hins vegar aðeins 1,6 milljónir. Skiptum á búinu lauk í janúar 2014 og var það afskráð þann 30. janúar það ár. Í ákæru héraðssaksóknara segir að eftirstöðvar lánsins megist „telja að fullu glataðar.“ Að mati ákæruvaldsins er hér um að ræða umboðssvik og er Guðný Arna ákærð fyrir hlutdeild í þeim „með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram, einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008,“ vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi.Niðurstöðu Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmálinu að vænta á næstunni Í þeim hluta ákærunnar sem snýr að innherjasvikunum er Hreiðar ákærður fyrir að hafa selt hlutabréfin til einkahlutafélagsins fyrir rúman hálfan milljarð „þrátt fyrir að hafa þá búði yfir innherjaupplýsingum um Kaupþing bnaka hf. sem hann varð áskynja í starfi sínu sem forstjóri þess banka og lutu að því að skráð markaðsverð hlutabréfa í bankanum gaf á þessum tíma ranga mynd af verðmæti þeirra og hærri en efni stóðu til, vegna langvarandi og stórfelldrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum sem þá hafði staðið yfir að minnsta kosti frá nóvember 2007 og ákærði átti þátt í.“ Í ákærunni er vísað í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en þá var Hreiðar Már sakfelldur fyrir að hafa tekið þátt í stórfelldri markaðsmisnotkun bankans með bréf í sjálfum sér. Búist er við dómi Hæstaréttar í því máli á næstunni en verði Hreiðar sýknaður þar mun sá hluti ákærunnar sem rakin er hér að ofan og snýr að innherjasvikum falla niður. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu „þegar hann lét bankann veita einkahlutafélaginu Hreiðar Már Sigurðsson [...], sem var í eigu og laut stjórn ákærða, eingreiðslulán að fjárhæð 574.520.995 krónur, án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar bankans fyrir láninu og án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins.“ Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Hreiðari Má og Guðnýju Örnu Sigurðardóttur fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings sem Vísir hefur undir höndum. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs-og innherjasvik en Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum hans.Keypti hlutabréfin á 303 krónur á hlut en seldi þau á 704 krónur á hlut Samkvæmt ákæru var kúlulánið sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk þann 6. ágúst 2008 notað til að kaupa af honum sjálfum hlutabréf sem hann hafði keypt sama dag samkvæmt kauprétti á 303 krónur á hlut, eða fyrir samtals 246.036.000 krónur. Einkahlutafélagið keypti bréfin hins vegar á 704 krónur á hlut, samtals rúmlega hálfan milljarð sem er sama upphæð og kúlulánið nam. Mismunurinn, eða 324 milljónir króna, runnu síðan inn á bankareikning Hreiðars Más þann 19. ágúst 2008 „og stóð ákærða eftir það til frjálsrar ráðstöfunar,“ eins og segir í ákæru. Kúlulánið var á eindaga þann 11. ágúst 2011 en einkahlutafélag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl sama ár. Arion banki var þá orðinn kröfuhafi lánsins og lýsti kröfu upp á rúmar 800 milljónir með áföllum vöxtum og kostnaði. Upp í kröfuna fengust hins vegar aðeins 1,6 milljónir. Skiptum á búinu lauk í janúar 2014 og var það afskráð þann 30. janúar það ár. Í ákæru héraðssaksóknara segir að eftirstöðvar lánsins megist „telja að fullu glataðar.“ Að mati ákæruvaldsins er hér um að ræða umboðssvik og er Guðný Arna ákærð fyrir hlutdeild í þeim „með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram, einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008,“ vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi.Niðurstöðu Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmálinu að vænta á næstunni Í þeim hluta ákærunnar sem snýr að innherjasvikunum er Hreiðar ákærður fyrir að hafa selt hlutabréfin til einkahlutafélagsins fyrir rúman hálfan milljarð „þrátt fyrir að hafa þá búði yfir innherjaupplýsingum um Kaupþing bnaka hf. sem hann varð áskynja í starfi sínu sem forstjóri þess banka og lutu að því að skráð markaðsverð hlutabréfa í bankanum gaf á þessum tíma ranga mynd af verðmæti þeirra og hærri en efni stóðu til, vegna langvarandi og stórfelldrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum sem þá hafði staðið yfir að minnsta kosti frá nóvember 2007 og ákærði átti þátt í.“ Í ákærunni er vísað í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en þá var Hreiðar Már sakfelldur fyrir að hafa tekið þátt í stórfelldri markaðsmisnotkun bankans með bréf í sjálfum sér. Búist er við dómi Hæstaréttar í því máli á næstunni en verði Hreiðar sýknaður þar mun sá hluti ákærunnar sem rakin er hér að ofan og snýr að innherjasvikum falla niður.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50