Geðfræðsla fyrir alla Gunnar Árnason skrifar 12. október 2016 07:00 Meðal forsenda heilbrigðs lífs og farsæls samfélags eru geðheilsa og vellíðan. Góð geðheilsa stuðlar að jákvæðri sjálfsmynd, traustum félagstengslum og auknum vinnuáhuga með tilheyrandi lífsgæðum og framförum. Á síðari árum hefur sem betur fer orðið vitundarvakning um mikilvægi almennrar vellíðunar í nútíma samfélagi og hefur margt þokast í rétta átt í þeim efnum enda þótt enn sé langt í land í geðheilbrigðismálum um allan heim. Síðastliðið vor var haldin sameiginleg ráðstefna Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) undir yfirskriftinni „Út úr skuggunum: Setjum geðheilbrigðismál í forgang um allan heim“. Þar kom fram að enda þótt um sé að ræða einn algengasta sjúkdómaflokk nú á dögum séu geðraskanir enn litnar víða hornauga og farið með þær sem hina mestu skömm. Slík viðhorf séu fordómar sem taka þurfi á. Markmiðið með alþjóða geðheilbrigðisdeginum sem haldinn er 10. október ár hvert er að beina sjónum að því stóra lýðheilsuverkefni sem geðheilsa er og miðla hagnýtri fræðslu í þeim efnum til ráðamanna og almennings. Mikilvægt er að vekja samfélagið til vitundar um stöðu geðheilbrigðismála enda hefur löngum legið þagnarhjúpur yfir þeim málaflokki. Sem betur fer hefur umræðan þó opnast mikið eins og t.d. um sjálfsvíg. Í ár er yfirskrift alþjóðageðheilbrigðisdagsins virðing fyrir hverjum þeim sem glímir við geðraskanir. Vandinn er stórfelldur enda telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að 22-24% Vesturlandabúa eigi við geðræn vandamál að stríða einhvern tímann á ævinni. Þetta þýðir að allt að fjórði hver Íslendingur mun einhvern tímann á lífsleiðinni upplifa geðröskun.Geðræn skyndihjálp Í kynningarefni Alþjóðageðheilbrigðisráðsins er að þessu sinni vakin athygli á fræðsluefni sem kallast geðræn skyndihjálp (Mental Health First Aid) og byggt er á gagnreyndri þekkingu en það var þróað í Ástralíu um aldamótin og er m.a. notað í flestum nágrannalöndum okkar. Geðræn skyndihjálp er geðfræðsla ætluð almenningi sem miðar að því að gera fólki kleift að koma þeim til hjálpar sem eru í sálarkreppu, eiga við geðheilsuvanda að glíma og auðsýna sjálfsvígshegðun með því að veita þeim sálrænan stuðning og vísa þeim áfram til viðeigandi fagaðila. Almenningi er því alls ekki ætlað að koma í stað fagaðila heldur snýst geðfræðslan um það að efla geðheilsulæsi, hjálpa fólki að skilja betur geðraskanir, leita réttra úrræða við þeim og finna leiðir til að viðhalda góðri geðheilsu. Aukin þekking dregur úr fordómum og gerir fólki það auðveldara að leita sér eða öðrum hjálpar. Rannsóknir benda til þess að fræðsla í geðrænni skyndihjálp hafi jákvæð áhrif á geðheilsulæsi meðal almennings. Má í því sambandi benda á að safngreining Dr. Danutu Wasserman og félaga við Karolínska sjúkrahúsið leiddi í ljós að námskeið í geðrænni skyndihjálp bætti ekki aðeins þekkingu þátttakenda á geðheilsu heldur dró hún að sama skapi úr neikvæðum viðhorfum þeirra í þeim efnum og gerði þá hjálpsamari. Þess vegna er mælt með þessari lýðheilsufræðslu fyrir almenning. Síðastliðið vor var stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum samþykkt til fjögurra ára á Alþingi. Þar kemur fram að efla eigi geðrækt og forvarnir og finna gagnreyndar aðferðir til að draga úr fordómum í garð fólks með geðraskanir. Hér er komin tillaga um fræðsluefni sem þar getur nýst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Meðal forsenda heilbrigðs lífs og farsæls samfélags eru geðheilsa og vellíðan. Góð geðheilsa stuðlar að jákvæðri sjálfsmynd, traustum félagstengslum og auknum vinnuáhuga með tilheyrandi lífsgæðum og framförum. Á síðari árum hefur sem betur fer orðið vitundarvakning um mikilvægi almennrar vellíðunar í nútíma samfélagi og hefur margt þokast í rétta átt í þeim efnum enda þótt enn sé langt í land í geðheilbrigðismálum um allan heim. Síðastliðið vor var haldin sameiginleg ráðstefna Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) undir yfirskriftinni „Út úr skuggunum: Setjum geðheilbrigðismál í forgang um allan heim“. Þar kom fram að enda þótt um sé að ræða einn algengasta sjúkdómaflokk nú á dögum séu geðraskanir enn litnar víða hornauga og farið með þær sem hina mestu skömm. Slík viðhorf séu fordómar sem taka þurfi á. Markmiðið með alþjóða geðheilbrigðisdeginum sem haldinn er 10. október ár hvert er að beina sjónum að því stóra lýðheilsuverkefni sem geðheilsa er og miðla hagnýtri fræðslu í þeim efnum til ráðamanna og almennings. Mikilvægt er að vekja samfélagið til vitundar um stöðu geðheilbrigðismála enda hefur löngum legið þagnarhjúpur yfir þeim málaflokki. Sem betur fer hefur umræðan þó opnast mikið eins og t.d. um sjálfsvíg. Í ár er yfirskrift alþjóðageðheilbrigðisdagsins virðing fyrir hverjum þeim sem glímir við geðraskanir. Vandinn er stórfelldur enda telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að 22-24% Vesturlandabúa eigi við geðræn vandamál að stríða einhvern tímann á ævinni. Þetta þýðir að allt að fjórði hver Íslendingur mun einhvern tímann á lífsleiðinni upplifa geðröskun.Geðræn skyndihjálp Í kynningarefni Alþjóðageðheilbrigðisráðsins er að þessu sinni vakin athygli á fræðsluefni sem kallast geðræn skyndihjálp (Mental Health First Aid) og byggt er á gagnreyndri þekkingu en það var þróað í Ástralíu um aldamótin og er m.a. notað í flestum nágrannalöndum okkar. Geðræn skyndihjálp er geðfræðsla ætluð almenningi sem miðar að því að gera fólki kleift að koma þeim til hjálpar sem eru í sálarkreppu, eiga við geðheilsuvanda að glíma og auðsýna sjálfsvígshegðun með því að veita þeim sálrænan stuðning og vísa þeim áfram til viðeigandi fagaðila. Almenningi er því alls ekki ætlað að koma í stað fagaðila heldur snýst geðfræðslan um það að efla geðheilsulæsi, hjálpa fólki að skilja betur geðraskanir, leita réttra úrræða við þeim og finna leiðir til að viðhalda góðri geðheilsu. Aukin þekking dregur úr fordómum og gerir fólki það auðveldara að leita sér eða öðrum hjálpar. Rannsóknir benda til þess að fræðsla í geðrænni skyndihjálp hafi jákvæð áhrif á geðheilsulæsi meðal almennings. Má í því sambandi benda á að safngreining Dr. Danutu Wasserman og félaga við Karolínska sjúkrahúsið leiddi í ljós að námskeið í geðrænni skyndihjálp bætti ekki aðeins þekkingu þátttakenda á geðheilsu heldur dró hún að sama skapi úr neikvæðum viðhorfum þeirra í þeim efnum og gerði þá hjálpsamari. Þess vegna er mælt með þessari lýðheilsufræðslu fyrir almenning. Síðastliðið vor var stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum samþykkt til fjögurra ára á Alþingi. Þar kemur fram að efla eigi geðrækt og forvarnir og finna gagnreyndar aðferðir til að draga úr fordómum í garð fólks með geðraskanir. Hér er komin tillaga um fræðsluefni sem þar getur nýst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar