Stöðugleiki er nauðsynlegur sjálfbærum vexti Bjarni Már Gylfason skrifar 12. október 2016 07:00 Rekstur fyrirtækja og heimila þrífst best við stöðugleika í verðlagi og gengi. Ástæðan er einföld. Allar ákvarðanir um fjárfestingar, skuldsetningu, neyslu og ráðningar verða miklu betri í fyrirsjáanlegu umhverfi án mikilla verðlags- og gengistruflana. En íslenskt efnahagslíf hefur hins vegar löngum verið þjakað af verðbólgu og gengissveiflum sem verulega getur dregið úr samkeppnishæfni landsins. Þessi hagþróun með víxlhækkun launa og verðlags má ekki endurtaka sig. Sem betur fer hafa síðustu misseri einkennst af efnahagslegum stöðugleika en í skjóli fjármagnshafta. Lág verðbólga hefur verið ein mikilvægasta uppspretta kaupmáttaraukningar síðustu ára samhliða kröftugum hagvexti og hækkun launa. Þennan stöðugleika er mikilvægt að verja sérstaklega þegar hyllir undir afnám fjármagnshafta og gengi krónunnar mun í vaxandi mæli ráðast af þeim kröftum sem móta efnahagsþróun á hverjum tíma. Vegna þessa þarf hagstjórnin að vera öguð og einkennast af ráðdeild. Vaxtastig á Íslandi er hátt samanborið við nágrannaríki okkar þrátt fyrir að verðbólga hafi haldist lág að undanförnu. Háir vextir draga verulega úr fjárfestingum fólks og fyrirtækja en lágt fjárfestingastig hefur verið einn helstu veikleiki hagkerfisins síðustu ár. Við búum ekki við samkeppnishæft umhverfi þegar kemur að vöxtum. Ein ástæða hárra vaxta er þessi sögulegi efnahagslegi óstöðugleiki sem einkennt hefur íslenskt efnahagslíf í gegnum tíðina og veldur einfaldlega vaxtaálagi. Efnahagslegur stöðugleiki er þannig ein forsenda lækkandi vaxta. Þegar vel árar í efnahagslífinu er hætt við að almenn hagstjórn og áherslur um grundvallaratriðið í ríkisfjármálum og peningamálum verði ekki mikið til umræðu þegar gengið er til kosninga. Líklegra er að á vettvangi stjórnmála sé meira rætt um hvernig eigi að eyða fjármunum eða hvernig beri að skattleggja fólk og fyrirtæki. Þetta er skammsýni. Ráðdeild í ríkisfjármálum er nefnilega samofin stöðugleika sem er aftur forsenda samkeppnishæfni, sjálfbærs hagvaxtar og lækkunar vaxta. Það er hagur okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því í þannig umhverfi tekst okkur að skapa sem mest verðmæti og tryggja samkeppnishæfni Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Rekstur fyrirtækja og heimila þrífst best við stöðugleika í verðlagi og gengi. Ástæðan er einföld. Allar ákvarðanir um fjárfestingar, skuldsetningu, neyslu og ráðningar verða miklu betri í fyrirsjáanlegu umhverfi án mikilla verðlags- og gengistruflana. En íslenskt efnahagslíf hefur hins vegar löngum verið þjakað af verðbólgu og gengissveiflum sem verulega getur dregið úr samkeppnishæfni landsins. Þessi hagþróun með víxlhækkun launa og verðlags má ekki endurtaka sig. Sem betur fer hafa síðustu misseri einkennst af efnahagslegum stöðugleika en í skjóli fjármagnshafta. Lág verðbólga hefur verið ein mikilvægasta uppspretta kaupmáttaraukningar síðustu ára samhliða kröftugum hagvexti og hækkun launa. Þennan stöðugleika er mikilvægt að verja sérstaklega þegar hyllir undir afnám fjármagnshafta og gengi krónunnar mun í vaxandi mæli ráðast af þeim kröftum sem móta efnahagsþróun á hverjum tíma. Vegna þessa þarf hagstjórnin að vera öguð og einkennast af ráðdeild. Vaxtastig á Íslandi er hátt samanborið við nágrannaríki okkar þrátt fyrir að verðbólga hafi haldist lág að undanförnu. Háir vextir draga verulega úr fjárfestingum fólks og fyrirtækja en lágt fjárfestingastig hefur verið einn helstu veikleiki hagkerfisins síðustu ár. Við búum ekki við samkeppnishæft umhverfi þegar kemur að vöxtum. Ein ástæða hárra vaxta er þessi sögulegi efnahagslegi óstöðugleiki sem einkennt hefur íslenskt efnahagslíf í gegnum tíðina og veldur einfaldlega vaxtaálagi. Efnahagslegur stöðugleiki er þannig ein forsenda lækkandi vaxta. Þegar vel árar í efnahagslífinu er hætt við að almenn hagstjórn og áherslur um grundvallaratriðið í ríkisfjármálum og peningamálum verði ekki mikið til umræðu þegar gengið er til kosninga. Líklegra er að á vettvangi stjórnmála sé meira rætt um hvernig eigi að eyða fjármunum eða hvernig beri að skattleggja fólk og fyrirtæki. Þetta er skammsýni. Ráðdeild í ríkisfjármálum er nefnilega samofin stöðugleika sem er aftur forsenda samkeppnishæfni, sjálfbærs hagvaxtar og lækkunar vaxta. Það er hagur okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því í þannig umhverfi tekst okkur að skapa sem mest verðmæti og tryggja samkeppnishæfni Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar