Ræða Guðna Th. eftir Gleðigönguna í heild sinni: „Í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2016 10:18 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, komst í sögubækurnar í gær þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til þess að taka þátt í gleðigöngu hinsegin fólks. Ávarpaði hann hinn gríðarlega mannfjölda sem þar var samankominn. Forsetar hafa ef til vill ekki mikið svigrúm þegar kemur að klæðaburði en leyfði Guðni sér þó að bæta regnbogalituðu bindi við jakkafötin í tilefni dagsins. Í ræðu sinni vék hann sérstaklega að fordómum gegn hinsegin fólk í íþróttum og uppskar mikinn fögnuð fyrir vikið. „Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, lifði lengi og hrærðist í heimi íþrótta. Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði Guðni í ávarpi sínu sem sjá má í heild sinni hér að ofan.Guðni var klæddur eftir tilefni dagsins.Vísir/Hanna„Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi“ Þá þakkaði hann fyrir þann heiður að fá að ávarpa gönguna en Guðni hafði áður sagt að hann hefði alltaf fylgst með göngunni og það myndi ekki breytast þó hann væri orðinn forseti. Var Guðna tíðrædd um frelsisbaráttuna og þó hann þekkti það ekki af eigin raun hvernig það væri að koma út úr skápnum gæti hann tengt við það frelsi sem fólk öðlast þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað aðrir halda um mann. „Það þarf eflaust hugrekki til þess að koma út úr skápnum. Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi, hitt get ég þó rifjað upp frá þeim árum þegar ég var frámunalega feiminn unglingur, óviss um eigið ágæti, hvað þá útlit, að dýrmætt frelsi, einstakt frelsi er fólgið í því að hafa ekki lengur áhyggur af því hvað aðrir halda um mann. Eða hvað maður haldi að aðrir haldi um hann, sagði Guðni.“ Guðni ræddi einnig um að fagna ætti frelsi og fjölbreytileika, samstöðu, umburðarlyndi og mannréttindum en bað Íslendinga að lokum að hugleiða eftirfarandi „Við erum hér öll á hátíð hinsegin fólks en í lokin bið ég ykkur um að hugleiða þetta. Í orðunum er viss þversögn en er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt. Þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest.“ Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, komst í sögubækurnar í gær þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til þess að taka þátt í gleðigöngu hinsegin fólks. Ávarpaði hann hinn gríðarlega mannfjölda sem þar var samankominn. Forsetar hafa ef til vill ekki mikið svigrúm þegar kemur að klæðaburði en leyfði Guðni sér þó að bæta regnbogalituðu bindi við jakkafötin í tilefni dagsins. Í ræðu sinni vék hann sérstaklega að fordómum gegn hinsegin fólk í íþróttum og uppskar mikinn fögnuð fyrir vikið. „Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, lifði lengi og hrærðist í heimi íþrótta. Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði Guðni í ávarpi sínu sem sjá má í heild sinni hér að ofan.Guðni var klæddur eftir tilefni dagsins.Vísir/Hanna„Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi“ Þá þakkaði hann fyrir þann heiður að fá að ávarpa gönguna en Guðni hafði áður sagt að hann hefði alltaf fylgst með göngunni og það myndi ekki breytast þó hann væri orðinn forseti. Var Guðna tíðrædd um frelsisbaráttuna og þó hann þekkti það ekki af eigin raun hvernig það væri að koma út úr skápnum gæti hann tengt við það frelsi sem fólk öðlast þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað aðrir halda um mann. „Það þarf eflaust hugrekki til þess að koma út úr skápnum. Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi, hitt get ég þó rifjað upp frá þeim árum þegar ég var frámunalega feiminn unglingur, óviss um eigið ágæti, hvað þá útlit, að dýrmætt frelsi, einstakt frelsi er fólgið í því að hafa ekki lengur áhyggur af því hvað aðrir halda um mann. Eða hvað maður haldi að aðrir haldi um hann, sagði Guðni.“ Guðni ræddi einnig um að fagna ætti frelsi og fjölbreytileika, samstöðu, umburðarlyndi og mannréttindum en bað Íslendinga að lokum að hugleiða eftirfarandi „Við erum hér öll á hátíð hinsegin fólks en í lokin bið ég ykkur um að hugleiða þetta. Í orðunum er viss þversögn en er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt. Þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest.“
Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00
Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20