Íslenska liðið var frábært í leiknum og höfðu þeir forystu stóran hluta af honum. Þeir brotnuðu aldrei þrátt fyrir að Grikkir hafi oft á tíðum pressa þá stíft. Kári Jónsson fór gjörsamlega á kostum í leiknum og skoraði hann 29 stig.
„Trú, liðsheild, hjarta ... Já og dash af hæfileikum... Þá getur allt gerst. A deild, hér komum við!,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari liðsins, í stöðufærslu á Facebook.
Íslenska liðið er núna búið að tryggja sig upp í A-deildina og tekur því þátt með bestu liðum í Evrópu á Euro-Basket á næsta tímabili í þessum aldursflokki.
Árangurinn hreint ótrúlegur en liðið spilar við Svartfjallaland í úrslitaleiknum í Grikklandi á morgun.