Innlent

Marglytturnar sjást ekki lengur

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi.
Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi. Mynd/aðsend
Marglyttur sem mikið voru á sveimi í Nauthólsvík í júní og byrjun júlí sjást ekki lengur. Starfsfólk Nauthólsvíkur segir að sjósundsfólk hafi ekki tekið eftir þeim né brennt sig á þeim í tvær vikur. Tegundirnar sem voru í Nauthólsvík heita brennihvelja og bláglytta en brennihvelja er stærsta þekkta marglyttutegundin. Fólk sem stundar sjósund lenti oft illa í þeim og brenndi sig víða á líkamanum. Í júní þurfti að hringja á sjúkrabíl eftir að kona brenndi sig á marglyttu en hún fékk mikil ofnæmisviðbrögð.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×