Enski boltinn

Bravo á leið í læknisskoðun hjá City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Claudio Bravo.
Claudio Bravo. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man. City, reynir ekki að þræta fyrir það að markvörðurinn Claudio Bravo sé á leið til félagsins frá Barcelona.

„Ég ætla ekki að neita fyrir það sem allir vita. Samningurinn er þó ekki klappaður og klár. Ég mun annars ekki ræða um leikmann sem er ekki orðinn okkar leikmaður,“ sagði Guardiola.

BBC segir að Bravo sé á leið í læknisskoðun hjá City og hafi fengið leyfi hjá Barcelona til þess að yfirgefa félagið. Koma Bravo mun einnig gera það að verkum að Joe Hart fer frá City.

Man. City hefur ekki viljað gefa neitt út opinberlega um málið en það virðist vera afar stutt í að Bravo skrifi undir hjá City.

Bravo er orðinn 33 ára gamall. Hann er frá Síle og hefur leikið 106 landsleiki fyrir þjóð sína.

Hann gekk í raðir Barcelona frá Real Sociedad árið 2014 og er búinn að spila 70 leiki fyrir Börsunga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×