Enski boltinn

Messan: Zlatan er fæddur fyrir Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic hefur komið inn í ensku úrvalsdeildina af krafti en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri United á Southampton á föstudagskvöldið.

Þeir Messumenn tóku hann og annan nýjan leikmann, Paul Pogba, fyrir í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport en þar voru þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson gestir Guðmundar Benediktssonar.

„Hann er fæddur fyrir þennan klúbb. Hann er eins og Cantona, mikil fígúra og sterkur karakter. Ég get ekki annað séð að leikmenn séu virkilega hrifnir af honum,“ sagði Arnar um Svíann sterka.

„Það tala margir um það að hann sé hrokafullir en allir sem þekkja hann bera honum vel söguna. Hann gerir auðvitað miklar kröfur en allt á jákvæðan hátt, held ég. Titlarnir tala sínu máli.“

Messumenn ræddu ítarlega um bæði Zlatan og Paul Pogba í þætti gærkvöldsins sem má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×