Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Una Sighvatsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 20:00 París er einn mest sótti ferðamannastaður í heimi og tekur á móti 16 milljónum erlendra gesta á ári hverju. Ferðaþjónustan í heild stendur undir ríflega 7 prósentum af vergri landsframleiðslu Frakklands og er þar með ein af mikilvægari stoðum franska hagkerfisins. Nú í sumar hafa hinsvegar verið markvert færri ferðamenn á götum Parísar, en að sama skapi áberandi fleiri vopnaðir lögreglu- og hermenn. Eftir ítrekaðar hryðjuverkaárásir í Frakklandi hefur orðið snarpur samdráttur og samkvæmt nýjum tölum frá ferðamannaráði Parísar hafa milljón færri gestir heimsótt borgina það sem af er ári, miðað við sama tíma og í fyrra, þrátt fyrir EM í fótbolta. Heimsóknir útlendinga hafa dregist saman um hátt í 12% og frönskum ferðamönnum í París hefur fækkað um 5%, sem nemur tekjutapi upp á um milljarð króna. Ferðamálastofa Parísar segir að ástæðuna megi rekja til ótta ferðamanna við frekari hryðjuverkaárásir. Það eigi ekki síst við um asíska ferðamenn, því mestur samdráttur hefur orðið í gestakomum frá Japan og Kína.Heimaslóðir hryðjuverkamanna vekja forvitni Í Brussel hefur sömuleiðis orðið um 15-20% samdráttur í ferðamennsku, eftir að 32 létu lífið í hryðjuverkaárás á borigna í mars. Þeir sem þó heimsækja borgina hafa hinsvegar fengið skyndilegan áhuga á Molenbeek, einu fátækasta hverfi borgarinnar sem varð alræmt um allan heim eftir að í ljós komu að hryðjuverkamennirnir bæði í Brussel og París áttu rætur að rekja þangað. Áður átti enginn þangað erindi en nú eru ferðamenn algeng sjón í Molenbeek. Þangað fara þeir til að kynnast af eigin raun úr hvaða umhverfi hryðjuverkamennirnir eru sprottnir, en kemur mörgum á óvart að sjá hversu venjulegt og vinalegt hverfið er. Og á meðan ferðaþjónustan í París og Brussel heldur krísufundi um hvernig snúa megi við stöðunni leita ferðamenn í Evrópu á aðrar slóðir, þar á meðal til Íslands. Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
París er einn mest sótti ferðamannastaður í heimi og tekur á móti 16 milljónum erlendra gesta á ári hverju. Ferðaþjónustan í heild stendur undir ríflega 7 prósentum af vergri landsframleiðslu Frakklands og er þar með ein af mikilvægari stoðum franska hagkerfisins. Nú í sumar hafa hinsvegar verið markvert færri ferðamenn á götum Parísar, en að sama skapi áberandi fleiri vopnaðir lögreglu- og hermenn. Eftir ítrekaðar hryðjuverkaárásir í Frakklandi hefur orðið snarpur samdráttur og samkvæmt nýjum tölum frá ferðamannaráði Parísar hafa milljón færri gestir heimsótt borgina það sem af er ári, miðað við sama tíma og í fyrra, þrátt fyrir EM í fótbolta. Heimsóknir útlendinga hafa dregist saman um hátt í 12% og frönskum ferðamönnum í París hefur fækkað um 5%, sem nemur tekjutapi upp á um milljarð króna. Ferðamálastofa Parísar segir að ástæðuna megi rekja til ótta ferðamanna við frekari hryðjuverkaárásir. Það eigi ekki síst við um asíska ferðamenn, því mestur samdráttur hefur orðið í gestakomum frá Japan og Kína.Heimaslóðir hryðjuverkamanna vekja forvitni Í Brussel hefur sömuleiðis orðið um 15-20% samdráttur í ferðamennsku, eftir að 32 létu lífið í hryðjuverkaárás á borigna í mars. Þeir sem þó heimsækja borgina hafa hinsvegar fengið skyndilegan áhuga á Molenbeek, einu fátækasta hverfi borgarinnar sem varð alræmt um allan heim eftir að í ljós komu að hryðjuverkamennirnir bæði í Brussel og París áttu rætur að rekja þangað. Áður átti enginn þangað erindi en nú eru ferðamenn algeng sjón í Molenbeek. Þangað fara þeir til að kynnast af eigin raun úr hvaða umhverfi hryðjuverkamennirnir eru sprottnir, en kemur mörgum á óvart að sjá hversu venjulegt og vinalegt hverfið er. Og á meðan ferðaþjónustan í París og Brussel heldur krísufundi um hvernig snúa megi við stöðunni leita ferðamenn í Evrópu á aðrar slóðir, þar á meðal til Íslands.
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira