Enski boltinn

Sassuolo afþakkaði Balotelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli fagnar hér eina marki sínu með AC Milan á síðasta tímabili.
Mario Balotelli fagnar hér eina marki sínu með AC Milan á síðasta tímabili. Vísir/Getty
Ekkert hefur gengið að finna ítalska sóknarmanninum Mario Balotelli nýtt heimili en hann á sér enga framtíð hjá Liverpool, líkt og áður hefur komið fram.

Balotelli hefur æft með varaliði Liverpool síðan hann sneri aftur til félagsins í sumar og verið orðaður við nokkur félög, til að mynda Besiktas í Tyrklandi.

Sjá einnig: Balotelli æfir með varalðinu þó Klopp hafi beðið hann um að finna sér nýtt lið

Forráðamenn tyrkneska liðsins hafa hins vegar ekki áhuga á honum og hið sama sagði framkvæmdastjóri ítalska úrvalsdeildarliðsins Sassuolo, Giovanni Carnevali.

„Mino Raiola [umboðsmaður Balotelli] bauð okkur að fá Balotelli en við höfnuðum tilboðinu,“ sagði Carnevali við ítalska fjölmiðla.

Balotelli var í láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð en skoraði aðeins eitt mark í þeim 20 leikjum sem hann spilaði.


Tengdar fréttir

Balotelli: Mun vinna Ballon d'Or einn daginn

Mario Balotelli er enn staðráðinn í því að hann muni einn daginn vinna Ballon d'Or, en verðlaunin eru veitt fyrir besta leikmann í Evrópu fyrir hvert ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×