Fótbolti

Skíthræddur Jol flýr Egyptaland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jol á hliðarlínunni með Al Ahly.
Jol á hliðarlínunni með Al Ahly. vísir/getty
Hollenski þjálfarinn Martin Jol er hættur hjá Al Ahly og farinn frá Egyptalandi þar sem hann var orðinn skíthræddur um eigið líf.

Stuðningsmenn liðsins gjörsamlega brjáluðust er Al Ahly komst ekki í undanúrslit í Meistaradeild Afríku.

Jol reifst við áhorfendur eftir leikinn og í kjölfarið hefur rignt yfir hann líflátshótunum. Stuðningsmenn reyndu svo að ráðast á leikmenn liðsins á æfingu á þriðjudag.

Jol átti eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið en snýr ekki til baka.

Hinn sextugi Jol hefur víða komið við á ferlinum og meðal annars þjálfað Tottenham, Ajax, Fulham og Hamburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×