Þó svo bandaríska körfuboltalandsliðið sé búið að vinna alla leiki sína á ÓL og komið í undanúrslit er Charles Barkley ekki hrifinn.
Bandaríska liðið vann leikina gegn Ástralíu, Frakklandi og Serbíu með samtals 16 stigum. Sókn liðsins hefur verið sú fjórða besta á mótinu.
Yfirburðirnir hafa verið minni en áður og Barkley segir að þetta lið sé ekki vel sett saman.
„Ég vona að þeir vinni gull. Ég vil það alltaf. Þetta er samt ekki gott lið. Þetta eru allt góðir leikmenn en þetta eru allt leikmenn sem þurfa að vera með boltann,“ sagði Barkley.
„Fyrir utan DeAndre Jordan þá vilja allir þessir garuar halda á boltanum. Það er enginn liðsbolti í gangi. Það þarf að passa upp á að velja réttu mennina í liðið í framtíðinni.“
Leikur Bandaríkjanna og Spánverja í undanúrslitum hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2.
Barkley er ekki hrifinn af bandaríska liðinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn



Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn




Schumacher orðinn afi
Formúla 1
Fleiri fréttir
