Enski boltinn

Oscar: Hjálpar okkur að vera ekki í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Oscar í fyrsta leik tímabilsins hjá Chelsea.
Oscar í fyrsta leik tímabilsins hjá Chelsea. vísir/getty
Veturinn verður sérstakur hjá Chelsea enda tekur félagið ekki þátt í neinni Evrópukeppni að þessu sinni.

Leikmenn Chelsea reyna þó að horfa á björtu hliðarnar eins og Stebbi Hilmars og Sverrir Stormsker gerðu á sínum tíma.

Brasilíumaðurinn Oscar segir að liðið geti einblínt á deildina þar sem ekkert annað kemur til greina en að lyfta bikarnum í maí.

„Ég trúi því að við höfum forskot þar sem við erum ekki í Meistaradeildinni. Við vitum samt að það hefur skipt félagið miklu að vera í Meistaradeildinni síðustu ár,“ sagði Oscar.

„Nú er enska deildin bara númer eitt hjá okkur. Við byrjuðum vel og erum bjartsýnir fyrir veturinn. Það eru breytingar og Conte er mjög góður þjálfari. Allir þjálfarar eru mismunandi og við spilum aðeins öðruvísi undir hans stjórn. Við njótum þess og búumst við góðu tímabili.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×