Enski boltinn

Pogba: Rétti tíminn fyrir mig og Mourinho að koma hingað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pogba kátur á æfingu.
Pogba kátur á æfingu. vísir/getty
Dýrasti leikmaður allra tíma, Paul Pogba, snýr aftur í búning Man. Utd í kvöld er United tekur á móti Southampton í föstudagsleik enska boltans.

Pogba var í áhugaverðu viðtali hjá landa sínum, Thierry Henry, á Sky Sports þar sem hann segir þetta hafa verið rétta tímann fyrir sig og Jose Mourinho að koma til United.

„Koma Mourinho hjálpaði til. Þegar maður sér stóran og sigursælan stjóra koma sem ætlar að fara að vinna titla þá verður maður spenntur. Ég spilaði í fjögur ár á Ítalíu og ef Mourinho hefði komið fyrir tveim árum síðan þá er ekki víst að ég hefði komið. Ég hefði kannski verið áfram hjá Juve þá. Þetta var rétti tíminn fyrir okkur báða að koma hingað,“ sagði Pogba sem nýtur þess að vera komin aftur til félagsins sem hann yfirgaf fyrir fjórum árum síðan í fússi.

„Þetta er búið að vera frábært. Ég hef verið að leggja hart að mér. Andlega og líkamlega líður mér mjög vel og æfingarnar hafa verið frábærar.“

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Mourinho: Pogba er tilbúinn

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, staðfesti í dag að Paul Pogba myndi spila með liðinu gegn Southampton á morgun.

Rappað um Pogba sem verður númer sex

Pogba hrósar sér af því að hafa hent Íslandi af EM í rapplagi sem var gefið út í nótt í tilefni að því að Pogba fór aftur til Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×