Enski boltinn

Valdes er ekki fúll út í Van Gaal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valdes í leik með Boro um síðustu helgi.
Valdes í leik með Boro um síðustu helgi. vísir/getty
Markvörðurinn Victor Valdes brosir þessa dagana enda farinn að spila fótbolta á nýjan leik.

Hann var settur í frystikistuna hjá Man. Utd síðasta vetur en Louis van Gaal, þáverandi stjóri United, vildi ekkert vita af honum. Lét hann æfa einan.

Aitor Karanka fékk hann svo yfir til Middlesbrough þar sem Valdes hefur fundið hamingjuna á nýjan leik.

„Mér líður eins og atvinnumanni í fótbolta á nýjan leik eftir marga erfiða daga í Manchester,“ sagði Valdes.

„Það var erfitt að vera einn en ég neitaði að gefast upp. Þetta var minn stærsti slagur á ferlinum og ég vann. Auðvelda leiðin hefði verið að henda skónum á hillina en ég vildi ekki gera það.

„Ég hef ekkert ljótt að segja um Van Gaal eða Man. Utd. Félagið hjálpaði mér í gegnum mín meiðsli og stjórinn gaf mér tækifæri hjá Barcelona á sínum tíma og svo aftur hjá United. Hann er föðurímynd fyrir mig. Við erum enn vinir og ekkert vesen,“ sagði hinn hamingjusami Valdes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×