Erlent

Yngstu síamstvíburar sem eru aðskildir

Sæunn Gísladótir skrifar
Tvíburarnir áður en þeir undirgengust aðgerðina.
Tvíburarnir áður en þeir undirgengust aðgerðina. Vísir/EPA
Læknar í Sviss fullyrða að þeir hafi aðskilið átta daga gamla síamstvíbura. BBC greinir frá því að um sé að ræða yngstu síamstvíbura sem hafa lifað af aðskilnaðaraðgerð.

Tvíburarnir, sem eru kvenkyns, fæddust í desember og voru fastir saman á lifur og bringu. Ákveðið var að aðskilja þá á undan áætlun þar sem þeir voru í lífshættu. Talið var eitt prósent líkur á að aðgerðin, sem tók fimm tíma, myndi heppnast.

Tvíburarnir, sem heita Lydia og Maya, vógu einungis 2,2 kíló saman þegar aðgerðin var framkvæmd. Þær braggast vel í dag samkvæmt frétt BBC.

Lydia og Maya fæddust átta vikum fyrir tímann á Inselspital spítalanum í Bern í Sviss, ásamt þríburasystkini sem var heilbrigt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×