"Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 21:55 Bræðurnir Bjarki og Dagur Sigurðssynir. Vísir/Getty Bjarki Sigurðsson, tónlistarmaður og fyrrum handboltakempa, gladdist eins og gefur að skilja afskaplega mikið þegar Þýskaland varð Evrópumeistari í handbolta fyrr í dag. Bjarki er bróðir Dags, landsliðsþjálfara Þýskalands, og hefur auðvitað fylgst náið með sínum manni sem og fjölskyldan hans öll. „Við erum auðvitað afskaplega stolt af honum,“ segir Bjarki í samtali við Vísi.Sjá einnig: Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Hann segist hafa átt erfitt með að horfa á leikinn gegn Danmörku í lokaumferð milliriðlakeppninnar en það var þá að duga eða drepast fyrir Þjóðverja. En þeir þýsku unnu og Dagur fór með lið sitt í undanúrslitin. „Ég horfði svo varla á undanúrslitaleikinn gegn Noregi,“ sagði Bjarki en það var mikill háspennuleikur. Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. „En í þeim leik ákvað ég að ef Þýskaland kæmist áfram myndi ég horfa á úrslitaleikinn og njóta hans. Mér tókst að gera það.“Sjá einnig: Hanning: Dagur á bróðurpart þessa heiðurs Þýskaland náði snemma forystunni gegn Spáni og leikurinn varð í raun aldrei spennandi. „Ef ég væri ekki bróðir Dags og bara almennur áhugamaður um handbolta þá hefði mér þótt leikurinn óspennandi og leiðinlegur,“ segir Bjarki og hlær. Hann segir að honum hafi boðist að fara til Berlínar nú um helgina en að hann hafi orðið að afþakka það. „Ég horfði á leikinn heima með vinkonu minni og foreldrarnir voru heima hjá sér. Lárus bróðir er í útlöndum og sjálfsagt horft á leikinn þar,“ útskýrir Bjarki.Antonio Garcia komst lítið áleiðis gegn Finn Lemke og Hendrik Pekeler.VísirÓtrúlegur varnarleikur Bjarki hrósaði eins og margir varnarleik þýska liðsins og markvörslunni. „Þeir [Finn] Lemke og [Hendrik] Pekeler í vörninni og [Andreas] Wolff í markinu voru ótrúlegir. Þetta eru ekki þekktustu mennirnir í handboltanum - ekki enn,“ sagði Bjarki. Dagur hefur sjálfur sagt að árangur þýska liðsins eigi ekki að koma á óvart enda hafi liðið spilað góðan handbolta í eitt og hálft ár. Bjarki tekur undir þessi orð.Sjá einnig: Dagur: Ég er stoltur og þakklátur „Ég var til dæmis mjög fúll að þeir skyldu ekki komast í undanúrslitin á HM í Katar. Og þó svo að Dagur væri búinn að missa marga sterka menn í meiðsli þá átti liðið mjög góða undankeppni og var til alls líklegt.“ „En ég skal játa það að Evrópumeistaratitill er kannski í það mesta,“ bættir hann við.Dagur á hliðarlínunni í dag.Vísir/GettyFyrsti bjórinn í átta vikur Bjarki segir erfitt að skilja hversu mikla athygli Dagur fær nú í Þýskalandi eftir árangurinn á EM. Gera má ráð fyrir að vel á annan tug milljóna Þjóðverja hafi horft á leikinn í sjónvarpi í dag. „Ég vona bara að paparazzi-ljósmyndararnir fari ekki að elta hann á röndum,“ segir Bjarki og hlær. „Þetta er fyrst og fremst frábært fyrir liðið og íþróttina sem er vinsæl í Þýskalandi. En svo þegar að [Angela] Merkel [Þýskalandskanslari] hringir þá stoppar maður við. Athyglin er komin á stig sem maður skilur ekki.“Sjá einnig: Dagur skálaði við þýsku þjóðina Bjarki heyrði Degi fyrr í dag var hljóðið eðlilega gott í nýkrýnda Evrópumeistaranum. „Hann var að fá sér sinn fyrsta bjór í átta vikur. Honum vannst hann helvíti góður. Hann var sáttur. Maður heyrði á honum að honum fannst þetta eiginlega ótrúlegt - sérstaklega öll þessi athygli.“Dagur með bikarinn.Vísir/GettyTaka við af Frakklandi Framtíðin er björt hjá þýska landsliðinu. Liðið var það yngsta á EM og á þar að auki marga lykilmenn, sem voru frá vegna meiðsla, inni. „Þeir eru búnir að setja pressu á sjálfa sig, sem getur bæði verið gott og slæmt,“ segir Bjarki. „En það er allt til staðar. Þýskaland getur þess vegna nú tekið við af Frakklandi og komist úrslit og undanúrslit á stórmótum næstu tíu árin. En það er auðvitað margt sem spilar inn í og margt sem þarf að ganga upp. En þeir vita núna hvað þarf til.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Bjarki Sigurðsson, tónlistarmaður og fyrrum handboltakempa, gladdist eins og gefur að skilja afskaplega mikið þegar Þýskaland varð Evrópumeistari í handbolta fyrr í dag. Bjarki er bróðir Dags, landsliðsþjálfara Þýskalands, og hefur auðvitað fylgst náið með sínum manni sem og fjölskyldan hans öll. „Við erum auðvitað afskaplega stolt af honum,“ segir Bjarki í samtali við Vísi.Sjá einnig: Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Hann segist hafa átt erfitt með að horfa á leikinn gegn Danmörku í lokaumferð milliriðlakeppninnar en það var þá að duga eða drepast fyrir Þjóðverja. En þeir þýsku unnu og Dagur fór með lið sitt í undanúrslitin. „Ég horfði svo varla á undanúrslitaleikinn gegn Noregi,“ sagði Bjarki en það var mikill háspennuleikur. Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. „En í þeim leik ákvað ég að ef Þýskaland kæmist áfram myndi ég horfa á úrslitaleikinn og njóta hans. Mér tókst að gera það.“Sjá einnig: Hanning: Dagur á bróðurpart þessa heiðurs Þýskaland náði snemma forystunni gegn Spáni og leikurinn varð í raun aldrei spennandi. „Ef ég væri ekki bróðir Dags og bara almennur áhugamaður um handbolta þá hefði mér þótt leikurinn óspennandi og leiðinlegur,“ segir Bjarki og hlær. Hann segir að honum hafi boðist að fara til Berlínar nú um helgina en að hann hafi orðið að afþakka það. „Ég horfði á leikinn heima með vinkonu minni og foreldrarnir voru heima hjá sér. Lárus bróðir er í útlöndum og sjálfsagt horft á leikinn þar,“ útskýrir Bjarki.Antonio Garcia komst lítið áleiðis gegn Finn Lemke og Hendrik Pekeler.VísirÓtrúlegur varnarleikur Bjarki hrósaði eins og margir varnarleik þýska liðsins og markvörslunni. „Þeir [Finn] Lemke og [Hendrik] Pekeler í vörninni og [Andreas] Wolff í markinu voru ótrúlegir. Þetta eru ekki þekktustu mennirnir í handboltanum - ekki enn,“ sagði Bjarki. Dagur hefur sjálfur sagt að árangur þýska liðsins eigi ekki að koma á óvart enda hafi liðið spilað góðan handbolta í eitt og hálft ár. Bjarki tekur undir þessi orð.Sjá einnig: Dagur: Ég er stoltur og þakklátur „Ég var til dæmis mjög fúll að þeir skyldu ekki komast í undanúrslitin á HM í Katar. Og þó svo að Dagur væri búinn að missa marga sterka menn í meiðsli þá átti liðið mjög góða undankeppni og var til alls líklegt.“ „En ég skal játa það að Evrópumeistaratitill er kannski í það mesta,“ bættir hann við.Dagur á hliðarlínunni í dag.Vísir/GettyFyrsti bjórinn í átta vikur Bjarki segir erfitt að skilja hversu mikla athygli Dagur fær nú í Þýskalandi eftir árangurinn á EM. Gera má ráð fyrir að vel á annan tug milljóna Þjóðverja hafi horft á leikinn í sjónvarpi í dag. „Ég vona bara að paparazzi-ljósmyndararnir fari ekki að elta hann á röndum,“ segir Bjarki og hlær. „Þetta er fyrst og fremst frábært fyrir liðið og íþróttina sem er vinsæl í Þýskalandi. En svo þegar að [Angela] Merkel [Þýskalandskanslari] hringir þá stoppar maður við. Athyglin er komin á stig sem maður skilur ekki.“Sjá einnig: Dagur skálaði við þýsku þjóðina Bjarki heyrði Degi fyrr í dag var hljóðið eðlilega gott í nýkrýnda Evrópumeistaranum. „Hann var að fá sér sinn fyrsta bjór í átta vikur. Honum vannst hann helvíti góður. Hann var sáttur. Maður heyrði á honum að honum fannst þetta eiginlega ótrúlegt - sérstaklega öll þessi athygli.“Dagur með bikarinn.Vísir/GettyTaka við af Frakklandi Framtíðin er björt hjá þýska landsliðinu. Liðið var það yngsta á EM og á þar að auki marga lykilmenn, sem voru frá vegna meiðsla, inni. „Þeir eru búnir að setja pressu á sjálfa sig, sem getur bæði verið gott og slæmt,“ segir Bjarki. „En það er allt til staðar. Þýskaland getur þess vegna nú tekið við af Frakklandi og komist úrslit og undanúrslit á stórmótum næstu tíu árin. En það er auðvitað margt sem spilar inn í og margt sem þarf að ganga upp. En þeir vita núna hvað þarf til.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira