Fótbolti

„Sumir virða mig ekki því ég er svartur“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Samuel Eto'o er í skammarkróknum.
Samuel Eto'o er í skammarkróknum. vísir/getty
Samuel Eto'o, fyrrverandi leikmaður Barcelona, Inter og Chelsea, hefur verið settur út úr hópnum hjá tyrkneska liðinu Antalyaspor þar sem hann spilar núna fyrir orð sem hann lét falla á samfélagsmiðlum.

Kamerúninn skrifaði á Instagram-síðu sína aðhonum finnst hann ekki njóta ekki virðingar hjá öllum því hann er svartur, en Eto'o hefur unnið marga titla á ferlinum eins og hann bendir á í færslunni með því að taka skjáskot af Wikipedia-síðunni um sig.

Eto'o gekk í raðir Antalyaspor í júní á síðasta ári en þar á bæ er mikill metnaður fyrir að gera liðið eitt af þeim bestu í Tyrklandi og sérstaklega að koma því í Evrópu.

Þessi öflugi framherji spilaði frábærlega fyrir tyrkneska liðið á síðustu leiktíð og skoraði 20 mörk í 31 leik en undanfarnar vikur hefur hann ekki verið sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum Antalyaspor. Þrálátir orðrómar eru í gangi um að hann sé á leið til erkifjendanna í Besiktas og ekki hjálpar til að Antalyaspor byrjar tímabilið hræðilega í Tyrklandi.

„Til áminningar - Kannski virða sumir mig ekki því ég er svartur,“ skrifaði Eto'o á Instagram-síðu sína. „Ég ætla ekki að hætta að fara af þeim stalli sem ég hef náð. Ég er búinn að vera í leiknum í 18 ár.“

Tyrkneskir fjölmiðlamenn vildu meina að þetta væri skot á Ali Safak Ozturk, stjórnarformann félagsins, en í annarri Instagram-færslu segir Kamerúninn að svo sé ekki.

Þrátt fyrir það er búið að setja Eto'o út úr hópnum en í yfirlýsingu frá stjórnarformanninum segir: „Enginn leikmaður er stærri en félagið. Allir verða að vita hvar þeir standa.“

Hatırlatma... Bilemiyorum; belkide bazıları 'siyahi' olduğum için saygı duymuyorlardır. Ama ben bu oyuna gelerek bulunduğum seviyeden inmeyeceğim. Futbolda 18. Yılımı doldurdum. Bu 18 yıl boyuncada işimi herzaman sonsuz şevk ve yürekle yaptım. Kazandığım bütün bu kupalar, ödüller, başarılar bundandır. Kazanmayada devam edeceğim. Gerek Antalyaspor gerekse Antalyaspor'un menfaatleri için, asla kavga etmeyeceğim. Çünkü benim için önemli olan tek şey; formasını taşıdığım Antalyaspor. Burdan kavga etmekten korktuğum algısı oluşmasın. 'Bazıları', 'bazılarını' adımı kirletmek adına yazılar yazmak için satın almış olsalarda... Saygı! Birbirimize saygı duymalıyız. Saygı göstermeyen, saygı göremez...Adrenaline

A photo posted by Samuel Eto'o (@setoo9) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×