Viðskipti innlent

Útilíf lokar í Glæsibæ

Sæunn Gísladóttir skrifar
Verslunin í Glæsibæ hefur verið leiðandi í þjónustu og sölu á útivistar- og skíðavörum um áratugaskeið.
Verslunin í Glæsibæ hefur verið leiðandi í þjónustu og sölu á útivistar- og skíðavörum um áratugaskeið. Vísir/Valli
Útilíf mun loka verslun sinni í Glæsibæ og sameina verslanirnar í Smáralind og Glæsibæ í nýrri verslun við nýja göngugötu í austurenda Smáralindar. Verslunin opnar í byrjun nóvember og verður um 1200 fermetrar að stærð.

Vöruúrvalið í nýrri verslun verður enn meira en verið hefur á einum stað, segir í tilkynningu. Þar renna saman í eina heild tvær mismunandi áherslur tveggja verslana; verslunarinnar í Smáralind sem hefur lagt mikla áherslu á skó og sport og svo verslunarinnar í Glæsibæ en hún hefur verið leiðandi í þjónustu og sölu á útivistar- og skíðavörum um áratugaskeið.

Engar uppsagnir á starfsfólki í fullu starfi eru fyrirhugaðar vegna þessara breytinga.  Starfsfólk verslana Útilífs í Glæsibæ og Smáralind tekur til starfa í nýju versluninni.

Eftir þessar skipulagsbreytingar rekur Útilíf tvær verslanir, í Kringlunni og Smáralind. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×