Felur í sér mikinn leik og marga möguleika Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2016 11:30 Birta Guðjónsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands. Visir/Anton Brink Birtingarmyndir málverka í ljósmyndum úr íslenskri samtímalist er viðfangsefni sýningarinnar Ljósmálun sem var opnuð nýverið í Listasafni Íslands að Fríkirkjuvegi. Verkin á sýningunni eru frá tímabilinu 1965 til 2015 og að langstærstum hluta í eigu safnsins en einnig er þar að finna verk í eigu listamanna sjálfra, einkum af yngri kynslóð sýnenda. Birta Guðjónsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar safnsins og sýningarstjóri, segir að grunnur sýningarinnar sé byggður á undirbúningi að stærra verkefni sem sé í raun enn í mótun. „Þetta er fyrsta skref í samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns sem við áætlum að haldi áfram 2017/2018. En þessi sýning er aftur á móti sjálfstæð. Þarna er blanda af eldri og yngri listamönnum hverra verk hafa ekki verið sýnd hér í Listasafninu áður og mig langaði til þess að vekja athygli á og sjá þeirra verk í bland við þekktari listamenn. Í þessu samstarfsverkefni með Þjóðminjasafninu höfum við verið að skoða þessi tengsl ljósmynda og málverksins á lengra tímabili eða í raun frá því í árdaga ljósmyndunar á Íslandi.Breytt viðhorf Við höfum verið að skoða þetta vítt og breitt, listamenn sem nota ljósmyndina, ljósmyndara og listamenn sem hafa málað eftir ljósmyndum og á ljósmyndir. Þar sem við vorum byrjuð að vinna þetta vorum við dáldið æst í að sýna fljótlega það sem er næst okkur í tíma. Elsta verkið er frá 1965 en það nýjasta er verk Jónu Hlífar Halldórsdóttur frá 2015, sem kom inn í safneign Listasafnsins fyrir hálfu ári. Bæði eru þessi verk eftir listamenn sem fást við ljósmyndina sem sinn helsta miðil og listamenn sem nota ljósmyndamiðilinn í bland við aðra miðla. Safnið hefur ekki sinnt ljósmyndinni mikið sem miðli innan myndlistarinnar. Sýningin er því liður í því að takast á við ljósmyndina sem hluta af samtímalistinni en sýnileiki hennar er alltaf að aukast innan myndlistarinnar bæði hér heima og alþjóðlega. Viðhorfið til ljósmyndarinnar hefur verið að breytast og fólk sem fylgist með listum og þá ljósmyndun sérstaklega áttar sig á því að þetta er form sem getur staðist tímans tönn þó svo enn eimi sums staðar eftir af hírarkíu miðlanna, málverksins og ljósmyndunarinnar.Mikilvægir áhrifavaldar E.t.v. má rekja slíka nálgun til þess að á Íslandi hefur skort á áherslu á ljósmyndina í listnámi, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin, í Listaháskólanum hefur t.d. því miður ekki verið nægilega gott ljósmyndaver og tæknilegar aðstæður hafa ekki verið hvatning til þess að kanna þennan miðil og þenja mörk hans. Það hefur svo aftur jákvæð áhrif þegar þekktir listamenn vinna með ljósmyndina. Það má t.d. nefna Ólaf Elíasson og hérlendis hefur Roni Horn líka haft mikil áhrif á listamenn sem eru að nota miðilinn. En svo eru líka listamenn s.s. Sigurður Guðmundsson sem hefur notað ljósmyndina frá sjöunda áratugnum og hefur haft mikil áhrif á nálgunina við miðilinn sem listmiðil þótt hann líti ekki á sig sem ljósmyndara og hafi ekki sérstakan áhuga á tæknilegum hluta ljósmyndunar. Sigurður á verk á sýningunni. Það er ör þróun í þessum miðli og tækniþróunin skilar sér þráðbeint inn í notkun hans. Frelsið sem ljósmyndin veitir listamanninum er mjög frelsandi og felur í sér mikinn leik og marga möguleika.“Greinin birtist birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. maí. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Birtingarmyndir málverka í ljósmyndum úr íslenskri samtímalist er viðfangsefni sýningarinnar Ljósmálun sem var opnuð nýverið í Listasafni Íslands að Fríkirkjuvegi. Verkin á sýningunni eru frá tímabilinu 1965 til 2015 og að langstærstum hluta í eigu safnsins en einnig er þar að finna verk í eigu listamanna sjálfra, einkum af yngri kynslóð sýnenda. Birta Guðjónsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar safnsins og sýningarstjóri, segir að grunnur sýningarinnar sé byggður á undirbúningi að stærra verkefni sem sé í raun enn í mótun. „Þetta er fyrsta skref í samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns sem við áætlum að haldi áfram 2017/2018. En þessi sýning er aftur á móti sjálfstæð. Þarna er blanda af eldri og yngri listamönnum hverra verk hafa ekki verið sýnd hér í Listasafninu áður og mig langaði til þess að vekja athygli á og sjá þeirra verk í bland við þekktari listamenn. Í þessu samstarfsverkefni með Þjóðminjasafninu höfum við verið að skoða þessi tengsl ljósmynda og málverksins á lengra tímabili eða í raun frá því í árdaga ljósmyndunar á Íslandi.Breytt viðhorf Við höfum verið að skoða þetta vítt og breitt, listamenn sem nota ljósmyndina, ljósmyndara og listamenn sem hafa málað eftir ljósmyndum og á ljósmyndir. Þar sem við vorum byrjuð að vinna þetta vorum við dáldið æst í að sýna fljótlega það sem er næst okkur í tíma. Elsta verkið er frá 1965 en það nýjasta er verk Jónu Hlífar Halldórsdóttur frá 2015, sem kom inn í safneign Listasafnsins fyrir hálfu ári. Bæði eru þessi verk eftir listamenn sem fást við ljósmyndina sem sinn helsta miðil og listamenn sem nota ljósmyndamiðilinn í bland við aðra miðla. Safnið hefur ekki sinnt ljósmyndinni mikið sem miðli innan myndlistarinnar. Sýningin er því liður í því að takast á við ljósmyndina sem hluta af samtímalistinni en sýnileiki hennar er alltaf að aukast innan myndlistarinnar bæði hér heima og alþjóðlega. Viðhorfið til ljósmyndarinnar hefur verið að breytast og fólk sem fylgist með listum og þá ljósmyndun sérstaklega áttar sig á því að þetta er form sem getur staðist tímans tönn þó svo enn eimi sums staðar eftir af hírarkíu miðlanna, málverksins og ljósmyndunarinnar.Mikilvægir áhrifavaldar E.t.v. má rekja slíka nálgun til þess að á Íslandi hefur skort á áherslu á ljósmyndina í listnámi, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin, í Listaháskólanum hefur t.d. því miður ekki verið nægilega gott ljósmyndaver og tæknilegar aðstæður hafa ekki verið hvatning til þess að kanna þennan miðil og þenja mörk hans. Það hefur svo aftur jákvæð áhrif þegar þekktir listamenn vinna með ljósmyndina. Það má t.d. nefna Ólaf Elíasson og hérlendis hefur Roni Horn líka haft mikil áhrif á listamenn sem eru að nota miðilinn. En svo eru líka listamenn s.s. Sigurður Guðmundsson sem hefur notað ljósmyndina frá sjöunda áratugnum og hefur haft mikil áhrif á nálgunina við miðilinn sem listmiðil þótt hann líti ekki á sig sem ljósmyndara og hafi ekki sérstakan áhuga á tæknilegum hluta ljósmyndunar. Sigurður á verk á sýningunni. Það er ör þróun í þessum miðli og tækniþróunin skilar sér þráðbeint inn í notkun hans. Frelsið sem ljósmyndin veitir listamanninum er mjög frelsandi og felur í sér mikinn leik og marga möguleika.“Greinin birtist birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. maí.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira