Fótbolti

Freyr: Frammistaðan langt frá okkar besta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Freyr ekki alveg nægilega sáttur eftir leikinn.
Freyr ekki alveg nægilega sáttur eftir leikinn.
„Ég er bara óánægður að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að liðið hafði tapað 1-0 fyrir Dönum á Sincere Cup í Kína í dag.

„Það sem skiptir meira máli er að þrátt fyrir að hafa fengið fleiri færi og alls ekki slakari aðilinn í leiknum, þá var frammistaðan okkar langt frá okkar besta. Danirnir voru þreyttir eins og við og leikurinn var á lágu plani hjá báðum liðum.“

Freyr segir að danska liðið hafi tekið betri ákvarðanir í leiknum.

„Við fáum tvö dauðafæri og eigum að gera betur þar. Það er mjög gott að geta verið saman hér í nokkra daga og lært af þessu öllu saman.“

Landsliðsþjálfarinn tekur aftur á móti nokkra jákvæða punkta út úr þessum leik.

„Við vorum að spila á móti liði sem heldur boltanum rosalega vel en við vorum miklu meira með boltann en þær og stjórnuðum leiknum alveg.“


Tengdar fréttir

Danir höfðu betur gegn Íslendingum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir því danska í annarri umferð Sincere Cup sem fram fer í Kína um þessar mundir en leikurinn fór 1-0 fyrir Dönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×