Lögregla og skattstjóri bönkuðu óvænt upp á hjá fjölda Airbnb-leigusala Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2016 10:30 Áttatíu prósent þeirra Airbnb-leigusala sem voru heimsóttir voru ekki með leyfi og eiga von á sektum. Vísir/Anton Brink Fulltrúar frá embætti ríkisskattstjóri og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru í um fimmtíu íbúðir í Reykjavík í gærkvöldi sem eru til leigu á Airbnb. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um áttatíu prósent þeirra íbúða sem skoðaðar voru ekki með leyfi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 1. júní síðastliðinn en um var að ræða stjórnvarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem iðulega var kennt við leigukerfið Airbnb. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marga hafa gengið út frá því að lögin hafi nú þegar tekið gildi en þau taka ekki gildi fyrr en um áramótin. Sigurbjörn segir lögreglu hafa fengið ábendingar um að þessar íbúðir sem voru skoðaðar í gær væru ekki með leyfi og þá hafi embætti ríkisskattstjóra einnig búið yfir slíkum upplýsingum. Í flestum tilfellum komu leigutakar til dyra en engum var vísað út þó ekki væri leyfi til staðar fyrir útleigu. „Svo eigum við eftir að hafa samband við eigendur og sjá hvað við gerum,“ segir Sigurbjörn og tekur fram að sumir af eigendunum hafi haft íbúðir sínar á Airbnb í langan tíma án þess að hafa leyfi. Hann segir að líklegast verði gripið til sekta í einhverjum tilfellum en þær séu ekki háar miðað við það sem eigendur geta verið að hafa upp úr því að leigja íbúðirnar út. Í lögunum sem taka gildi um áramót er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Sigurbjörn á von á því að lögreglan verði með samskonar eftirlit á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku. Tengdar fréttir Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Fulltrúar frá embætti ríkisskattstjóri og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru í um fimmtíu íbúðir í Reykjavík í gærkvöldi sem eru til leigu á Airbnb. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um áttatíu prósent þeirra íbúða sem skoðaðar voru ekki með leyfi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 1. júní síðastliðinn en um var að ræða stjórnvarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem iðulega var kennt við leigukerfið Airbnb. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marga hafa gengið út frá því að lögin hafi nú þegar tekið gildi en þau taka ekki gildi fyrr en um áramótin. Sigurbjörn segir lögreglu hafa fengið ábendingar um að þessar íbúðir sem voru skoðaðar í gær væru ekki með leyfi og þá hafi embætti ríkisskattstjóra einnig búið yfir slíkum upplýsingum. Í flestum tilfellum komu leigutakar til dyra en engum var vísað út þó ekki væri leyfi til staðar fyrir útleigu. „Svo eigum við eftir að hafa samband við eigendur og sjá hvað við gerum,“ segir Sigurbjörn og tekur fram að sumir af eigendunum hafi haft íbúðir sínar á Airbnb í langan tíma án þess að hafa leyfi. Hann segir að líklegast verði gripið til sekta í einhverjum tilfellum en þær séu ekki háar miðað við það sem eigendur geta verið að hafa upp úr því að leigja íbúðirnar út. Í lögunum sem taka gildi um áramót er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Sigurbjörn á von á því að lögreglan verði með samskonar eftirlit á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku.
Tengdar fréttir Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30