Lið Erdogans fer hamförum Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. júlí 2016 07:00 Níutíu og níu herforingjar voru í gær ákærðir fyrir aðild að hinni misheppnuðu valdaránstilraun um helgina. Þá hefur öllum vísinda- og fræðimönnum verið bannað að yfirgefa landið. Alls hafa nú meira en 50 þúsund manns verið handteknir eða reknir úr starfi í þessum hreinsunum, sem nú þegar eru komnar í flokk með þeim víðtækustu í sögunni. Þær beinast fyrst og fremst gegn liðsmönnum Gülen-hreyfingarinnar, sem er ein stærsta trúarhreyfing Tyrklands með milljónir liðsmanna og víðtæka starfsemi við rekstur á skólum, sjúkrahúsum, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Leiðtogi hennar, Fetúlla Gülen, býr í Bandaríkjunum og þverneitar að hafa haft nokkuð með byltingartilraunina að gera. Þeir Erdogan voru nánir bandamenn allt þangað til fyrir nokkrum árum, þegar embættismenn hófu rannsókn á flokki Erdogans og spillingarmálum sem tengdust honum. Andrew Gardner, sérfræðingur mannréttindasamtakanna Amnesty International í málefnum Tyrklands, segir hreinsanirnar í Tyrklandi vera svo víðtækar að þess finnist varla dæmi annars staðar: „Þótt það sé skiljanlegt og rétt að stjórnin vilji rannsaka og refsa þeim sem bera ábyrgð á hinni blóðugu valdaránstilraun, þá verða þau að hlíta reglum réttarríkisins og virða tjáningarfrelsið,“ segir hann. „Tyrkneska þjóðin er enn að jafna sig á hinum skelfilegu atburðum helgarinnar og þá er mjög brýnt að fjölmiðlafrelsi og óheft dreifing upplýsinga sé varin, frekar en kæfð.“ Í gær hóf Wikileaks birtingu þúsunda tölvupósta frá AKP, stjórnmálaflokki Erdogans forseta. Viðbrögð stjórnvalda í Tyrklandi voru þau að loka strax fyrir aðgang að öllum Facebook-síðum. Alls birti Wikileaks í gær nær 300 þúsund tölvupósta, sem flokkurinn sendi frá 2010 þar til í byrjun júlí 2016. Wikileaks segir framhald verða á birtingunni, þetta sé aðeins hluti póstanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rúmlega 40 manns í íslenskri Gúlen-hreyfingu Félag Horizon var stofnað hér á landi utan um hugmyndafræði Fethullah Gulen, múslima klerksins sem sakaður er um að hafa skipulagt valdaránið í Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:00 Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Tæplega 100 hershöfðingar og foringjar ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar Fræðimönnum bannað að ferðast frá Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:28 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Níutíu og níu herforingjar voru í gær ákærðir fyrir aðild að hinni misheppnuðu valdaránstilraun um helgina. Þá hefur öllum vísinda- og fræðimönnum verið bannað að yfirgefa landið. Alls hafa nú meira en 50 þúsund manns verið handteknir eða reknir úr starfi í þessum hreinsunum, sem nú þegar eru komnar í flokk með þeim víðtækustu í sögunni. Þær beinast fyrst og fremst gegn liðsmönnum Gülen-hreyfingarinnar, sem er ein stærsta trúarhreyfing Tyrklands með milljónir liðsmanna og víðtæka starfsemi við rekstur á skólum, sjúkrahúsum, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Leiðtogi hennar, Fetúlla Gülen, býr í Bandaríkjunum og þverneitar að hafa haft nokkuð með byltingartilraunina að gera. Þeir Erdogan voru nánir bandamenn allt þangað til fyrir nokkrum árum, þegar embættismenn hófu rannsókn á flokki Erdogans og spillingarmálum sem tengdust honum. Andrew Gardner, sérfræðingur mannréttindasamtakanna Amnesty International í málefnum Tyrklands, segir hreinsanirnar í Tyrklandi vera svo víðtækar að þess finnist varla dæmi annars staðar: „Þótt það sé skiljanlegt og rétt að stjórnin vilji rannsaka og refsa þeim sem bera ábyrgð á hinni blóðugu valdaránstilraun, þá verða þau að hlíta reglum réttarríkisins og virða tjáningarfrelsið,“ segir hann. „Tyrkneska þjóðin er enn að jafna sig á hinum skelfilegu atburðum helgarinnar og þá er mjög brýnt að fjölmiðlafrelsi og óheft dreifing upplýsinga sé varin, frekar en kæfð.“ Í gær hóf Wikileaks birtingu þúsunda tölvupósta frá AKP, stjórnmálaflokki Erdogans forseta. Viðbrögð stjórnvalda í Tyrklandi voru þau að loka strax fyrir aðgang að öllum Facebook-síðum. Alls birti Wikileaks í gær nær 300 þúsund tölvupósta, sem flokkurinn sendi frá 2010 þar til í byrjun júlí 2016. Wikileaks segir framhald verða á birtingunni, þetta sé aðeins hluti póstanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rúmlega 40 manns í íslenskri Gúlen-hreyfingu Félag Horizon var stofnað hér á landi utan um hugmyndafræði Fethullah Gulen, múslima klerksins sem sakaður er um að hafa skipulagt valdaránið í Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:00 Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Tæplega 100 hershöfðingar og foringjar ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar Fræðimönnum bannað að ferðast frá Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:28 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Rúmlega 40 manns í íslenskri Gúlen-hreyfingu Félag Horizon var stofnað hér á landi utan um hugmyndafræði Fethullah Gulen, múslima klerksins sem sakaður er um að hafa skipulagt valdaránið í Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:00
Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00
Tæplega 100 hershöfðingar og foringjar ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar Fræðimönnum bannað að ferðast frá Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:28
Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31