Erlent

Árásarmaðurinn í Istanbúl sagður meðlimur í ISIS

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá vettvangi sprengingarinnar í gær.
Frá vettvangi sprengingarinnar í gær. Vísir/AFP
Maðurinn sem sprengdi sjálfan sig á verslunargötu í Istanbúl í gær var tyrkneskur ríkisborgari sem tilheyrði hryðjuverkasamtökunum Íslamskt ríki. Þetta segir innanríkisráðherra Tyrklands.

Fjórir létu lífið í árásinni og 36 særðust. Í fyrstu var talið að Íslendingur hafi verið meðal þeirra særðu, en utanríkisráðuneytið segir nú svo ekki vera.

Árásarmaðurinn er sagður hafa verið Mehmet Ozturk, fæddur árið 1992.

Tyrkir eru meðal þeirra ríkja sem styðja loftárásir Bandaríkjamanna gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi. Tyrkland hefur áður orðið fyrir árásum af hálfu samtakanna, til að mynda í janúar þegar tólf ferðamenn létu lífið í grunaðri sjálfsmorðsárás.

Að sögn tyrkneskra stjórnvalda er búið að yfirheyra fimm manns í tenglum við rannsókn árásarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×