Erlent

Eddie Izzard hljóp 27 maraþon á 27 dögum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Izzard var að vonum nokkuð þreyttur eftir hlaupið.
Izzard var að vonum nokkuð þreyttur eftir hlaupið. Mynd/Skjáskot
Grínistinn Eddie Izzard er líklega betur þekktur fyrir allt annað en afrek sín á hlaupavellinum en í dag lauk hann miklu afreki þegar hann lauk sínu 27. maraþoni á aðeins 27 dögum.

Hljóp Izzard öll þessi maraþon til styrktar góðs málefnis í gegnum Sports Relief, þar sem stjörnur íþrótta- og skemmtanaheimsins, koma saman og taka þátt í hinum ýmsu viðburðum til styrktar góðs málefnis.

Izzard þurfti að ljúka tvöföldu maraþoni í dag til þess að ná takmarki sínu að hlaupa 27 maraþon á 27 dögum. Alls tókst honum að safna 1,3 milljónum punda, um 240 milljónum króna, til styrktar góðs málefnis. Hann var að vonum nokkuð þreyttur en ánægður að hlaupinu loknu.

„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert og ekki reyna þetta heima hjá ykkur,“ sagði Izzard við blaðamenn en maraþonon 27 áttu að endurspegla þau 27 ár sem Nelson Mandela, fyrrum forseti og frelsishetja Suður-Afríku, mátti dúsa í fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×