Erlent

Um fjórtán námsmenn fórust í bílslysi á Spáni

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/EPA
Að minnsta kosti fjórtán eru taldir hafa látið lífið þegar rúta með um sextíu farþegum lenti í árekstri á leið til Barcelona á Spáni nú í morgun. Rútan er sögð hafa verið að flytja skiptinema á vegum Erasmus-samstarfsins sem voru á leið frá Las Fallas-hátíðinni í Valencia.

Að því er breska blaðið Independent greinir frá, rakst rútan á aðra bifreið og endaði á hvolfi. Fréttamiðlar á Spáni segja að nemendur frá mörgum löndum hafi verið meðal hinna látnu en ekkert hefur verið staðfest opinberlega um þjóðerni þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×